Lón snúa aftur með nýtt lag - Nostalgískur blær Sigrún Guðjohnsen skrifar 16. febrúar 2022 14:31 LÓN snúa aftur með frábært nýtt lag sem nefnist Hold On. Meðlimir LÓNs kalla sig sveitapabba í útlegð í úthverfunum en þessir þjóðþekktu tónlistarmenn, Valdimar Guðmundsson, Ásgeir Aðalsteinsson og Ómar Guðjónsson, vildu láta reyna á rólegri hljóðheim með þessu nýja verkefni. „Lagið hefur einhvern nostalgískan blæ," segir gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson. „Eftir erfiðan dag lítum við aftur um farinn veg og rifjum upp það að vera ung og áhyggjulaus. Að keyra alla nóttina án áfangastaðar eða vera fullur og lenda í vandræðum. Það er gott að hafa einhvern sér við hlið okkar þegar erfiðleikar verða. Einhvern til að deila þessum minningum með. Einhvern sem við getum haldið í.“ Þökk sé heimsfaraldri var fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bústað við Þingvallavatn, en einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima hafði mikil áhrif á það hvernig platan hljómar. „Útkoman var hljóðheimur sem vitnar í bandaríska americana, folk og singer/songwriter stemningu í anda Nick Drake og Bon Iver,“ segir Ásgeir að lokum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið
„Lagið hefur einhvern nostalgískan blæ," segir gítarleikarinn Ásgeir Aðalsteinsson. „Eftir erfiðan dag lítum við aftur um farinn veg og rifjum upp það að vera ung og áhyggjulaus. Að keyra alla nóttina án áfangastaðar eða vera fullur og lenda í vandræðum. Það er gott að hafa einhvern sér við hlið okkar þegar erfiðleikar verða. Einhvern til að deila þessum minningum með. Einhvern sem við getum haldið í.“ Þökk sé heimsfaraldri var fyrsta plata LÓNs að mestu tekin upp í bústað við Þingvallavatn, en einangrunin frá umheiminum og nándin sem skapaðist milli hljómsveitarmeðlima hafði mikil áhrif á það hvernig platan hljómar. „Útkoman var hljóðheimur sem vitnar í bandaríska americana, folk og singer/songwriter stemningu í anda Nick Drake og Bon Iver,“ segir Ásgeir að lokum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið