Jón staðfestir ráðninguna í samtali við Vísi en Kjarninn greindi fyrst frá. Teitur hóf störf í dómsmálaráðuneytinu í dag en hann var aðstoðarmaður Bjarna Benidiktssonar fjármála- og efnahagsráðherra á árunum 2014 til 2016.
Teitur sat á þingi fyrir Norðvesturkjördæmi árin 2016 til 2017 og hefur síðan verið varaþingmaður. Hann var á lista Sjálfstæðisflokksins í sama kjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Teitur hefur áður starfað sem lögmaður hjá LOGOS og OPUS lögmönnum.
Teitur mun starfa við hlið Brynjars Níelssonar, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem var ráðinn aðstoðarmaður Jóns í desember.
Fréttin hefur verið uppfærð.