„Leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. febrúar 2022 20:31 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. Utanríkisráðherra segir stöðuna í Úkraínu mikið áhyggjuefni og versna með hverjum klukkutímanum sem líður. Íslendingur á svæðinu segir að um æsing í vestrænum fjölmiðlum sé að ræða fremur en raunverulega hættu á stríði. Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún. Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Óttast er að Rússar muni láta til skarar skríða á næstu dögum en þeir hafa komið upp miklum herafla og aukið viðbúnað sin ná landamærum Úkraínu. „Staðan er mjög alvarleg og hún er ekki að lagast svona með klukkustundunum sem líða. En við vonumst enn þá eftir friðsamlegri lausn. Við vonum að það sé nægur vilji til þess að leita slíkra lausna þannig að við leyfum okkur að vona það besta en við vissulega búum okkur undir það versta,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Valur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, segir enn fremur að heræfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi hafi aukið á áhyggjurnar. „Þetta verður hættulegur tími næstu vikuna meðan á þessum heræfingum stendur, þá er alltaf möguleiki á því að eitthvað fari úrskeiðis. Að einhverjar sprengjur rati á vitlausa staði og svo fram vegis. En það er ekkert held ég sem bendir sérstaklega til þess að það sé innrás í aðsigi frekar heldur en vanalega eins og svo má segja,“ segir Valur. Margeir Pétursson, bankamaður og skákmaður, hefur verið með annan fótinn í Lviv í vesturhluta landsins um árabil. Hann segist að vel athuguðu máli ekki ætla að verða við tilmælum íslenskra stjórnvalda um að yfirgefa landið, hann vilji sýna samstöðu með úkraínsku starfsfólki. Aðrir Íslendingar séu sömuleiðis rólegir og almenningur hafi ekki áhyggjur. Þeir sem hagnist af þessu ástandi séu Rússar og segir Margeir að hið sama gildi og í skákinni; að hótunin sé sterkari en leikurinn. Valur tekur undir þetta en tekur fram að Úkraínumenn hafi búið sig undir þessa hættu síðustu ár. „Ég er búinn að tala við fólk í Úkraínu í dag og sumir hafa litlar áhyggjur, aðrir segja látum þá bara koma því Úkraínumenn eru bunir að undirbúa sig undir þetta í átta ár og eru orðnir miklu vígreifari og betur vopnum búnir heldur en þeir voru fyrir átta árum síðan,“ segir Valur. Utanríkisráðuneytið hefur verið í samskiptum við Íslendinga í landinu. „Við vitum dæmi þess að einhverjir hafi farið veit ekki hingað en farið úr landinu, við biðlum til fólks að láta vita af sér og hins vegar í raun að beita almennri skynsemi, vera á varðbergi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Úkraína Utanríkismál Rússland Hvíta-Rússland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21 Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Sjá meira
Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. 12. febrúar 2022 14:21
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent