Hægt að aflétta öllu fyrir mánaðamót komi ekkert óvænt upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2022 13:48 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Komi ekkert óvænt upp ætti að vera hægt að stefna að afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirunnar fyrir næstu mánaðamót. Frá 14. janúar hafa tæplega 37 þúsund greinst með Covid-19 en 44 lagst inn á sjúkrahús vegna Covid-19. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í minnisblaði Þórólfs Guðnarsonar sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, þar sem þrír valkostir voru nefndir til sögunnar hvað varðar afléttingu á samkomutakmörkunum. Valkostirnir þrír voru óbreyttar takmarkanir til 24. febrúar, afnám allra takmarkana eða millileið, sem varð fyrir vali stjórnvalda sem kynntu breytingarnar í ráðherrabústaðnum í dag. Frá og með miðnætti mega tvö hundruð koma saman, reglur um sóttkví falla niður í dag og skólastarf fylgir almennum reglum sem gilda um samkomutakmarkanir, svo dæmi séu tekin. Í minnisblaðinu má finna útlistun á millileiðinni sem var valin. Segir þar að samkvæmt henni sé hægt að stefna að fullri afléttingu takmarkana tveimur vikum eftir að hún taki gildi, með þeim fyrirvara að ekkert óvænt komi upp, til að mynda versnandi staða innan heilbrigðisþjónustunnar. Millileiðin tekur gildi á miðnætti, eins og fram hefur komið, og gildir til og með 25. febrúar, eða næstu tvær vikurnar. Willum Þór gerði þess orð að sínum er hann ræddi við fréttamenn í ráðherrabústaðnum í dag, þar sem hann sagði að ef ekkert óvænt myndi gerast væri hægt að aflétta öllu í lok mánaðar. Tugþúsundir greinst en tugir lagst inn frá 14. janúar. Í minnisblaðinu er einnig vikið að því hversu margir hafi þurft að leggjast inn á spítala ýmist með eða vegna Covid-19 síðustu vikur. Frá 14. janúar til 9. febrúar, þegar minnisblaðið var skrifað, hafa 36.934 greinst hérlendis, þar af 35.172 innanlands og 1.762 á landamærunum. Á þeim tíma hafa 112 eða 0,3 prósent lagst inn vegna Covid-19 eða lagst inn vegna annarra kvilla og greinst með Covid-19. Töluverður fjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun.Vísir/Egill „Af þessum 112 lögðust 44 inn á sjúkrahús vegna Covid-19 þannig að innlagnarhlutfall vegna Covid-19 hefur verið um 0,1% af greindum smitum,“ segir í minnisblaðinu. Rúmlega helmingi fleiri lögðust inn með Covid-19 þannig að búast má við að um 0,3 prósent greindra smita þurfi að leggjast inn ýmist með eða vegna Covid-19, að því er fram kemur í minnisblaðinu. Einungis þrír lögðust inn á gjörgæsludeild á sama tímabili. „Ef fjöldi greindra smita verður áfram 2.000-3.000 á dag má búast við að daglegur fjöldi innlagna vegna Covid-19 verði a.m.k. 2-3 en að auki muni a.m.k. 4-6 leggjast inn daglega með Covid-19. Fyrirsjáanlegt er því að álag á heilbrigðisþjónustuna og þá sérstaklega spítalakerfið, muni aukast á næstunni,“ skrifar Þórólfur. Helsta ógnin ekki lengur alvarleg veikindi Í almennum kafla minnisblaðsins segir Þórólfur einnig að helsta ógnin af völdum Covid-19 sé ekki lengur mikill fjöldi alvarlegra veikra einstaklinga, heldur útbreidd smit í samfélagiinu, sem auki fjölda smitaðra einstaklinga inni á heilbrigðisstofnunum, með minni veikindum og miklum fjarvistum starfsfólks. Tiltekur Þórólfur að í vikunni hafi 248 starfsmenn Landspítalans verið í einangrun og 300 í sóttkví. Því sé staðan á Landspítalanum afar viðkvæm og lítið megi út af bregða. Lesa má minnisblaðið í heild sinni hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Sjá meira