„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 12:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til ráðherra á næstu dögum. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Ellefu þúsund eitt hundrað og ellefu eru í einangrun á öllu landinu. 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu, og er í öndunarvél. „Við erum greinilega að sjá aukna útbreiðslu eins og við bjuggumst við en ekki eins marga alvarlega veika sem er bara ánægjulegt. Staðan á heilbrigðisstofnunum er bara allgóð á flestum stöðum. Hún er kannski erfiðust á Landspítalanum vegna veikinda starfsmanna. En þetta er svona í þokkalegu ástandi myndi ég segja,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Óráðlegt að aflétta öllu Heilbrigðisráðherra sagði í síðustu viku að hann reiknaði með verulegum afléttingum í þessari viku, tveimur vikum á undan áætlun. Þórólfur vinnur nú að minnisblaði með tillögum að afléttingum sem hann mun skila á næstu dögum. Hann er þó enn á þeirri skoðun að það borgi sig að fara rólega í afléttingar. „Við getum örugglega flýtt þessu ferli þannig að það er ekki eins og við séum að missa af einhverri stórri lest en ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu. En ég tel óráðlegt að hætta öllu í einu vetfangi og mun ekki leggja það til að öllu verði hætt,“ segir Þórólfur. Líka að huga að landamærum Samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda var næsta afléttingarskref áætlað 24. febrúar, þar sem reiknað var með 200 manna samkomubanni og reglur um einangrun og sóttkví felldar niður. Þórólfur segir að tillögur hans nú verði líklega í svipuðum anda. „Við erum náttúrulega líka að hugsa um landamærin, reglugerðin þar rennur út í lok febrúar og spurning hvort við getum haft það samstíga því sem við erum að gera með innanlandsaðgerðirnar og það er bara í skoðun líka,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira