„Lognið“ á undan storminum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 07:35 Svona lítur viðvaranakort Veðurstofunnar út á morgun klukkan 6:30. Vísir/Vilhelm Í dag má búast við nokkuð stífri norðanátt með éljum fram eftir degi, þó þurrt verði og bjart syðra. Frost verður á bilinu núll til átta stig. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður. Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands, þar sem fjallað er um lægðina sem nálgast landið og ætti að láta finna fyrir sér í nótt og á morgun. Um hana segir Veðurstofan: „Í kvöld nálgast mjög djúp lægð suðvestan úr hafi. Seint í nótt og fyrramálið er búist við suðaustan stormi, roki eða ofsaveðri með snjókomu, en slyddu við suðurströndina. Snýst síðan í hvassa suðvestanátt með éljagangi, en styttir upp á norðaustanverðu landinu síðdegis á morgun. Hiti um og undir frostmarki. Lægðin grynnist á þriðjudag, en heldur áfram að dæla inn éljum á sunnan- og vestanvert landið og því ekki gott ferðaveður á þeim slóðum.“ Viðvaranir um allt land Á morgun verður í gildi appelsínugul viðvörun um allt land, en þó á mismunandi tímum. Hún verður í gildi fyrir vesturhluta landsins og hálendið fyrr um morguninn, en um tíu verður appelsínugul viðvörun í gildi fyrir allt landið nema vesturhluta þess. Fljótlega eftir hádegi á morgun tekur hins vegar við gul veðurviðvörun vestarlega á landinu, sem gildir til miðnættis á morgun. Þó er vert að taka fram að þetta er ekki endanlegt, enda getur spáin alltaf breyst, eins og Íslendingar þekkja. Þannig sagði veðurfræðingur sem fréttastofa ræddi við í gær að ekki væri loku fyrir það skotið að rauð veðurviðvörun yrði gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið. Veðurhorfur á landinu næstu daga: Á mánudag:Suðaustan 18-25 m/s um morguninn, en 23-30 m/s (rok eða ofsaveður) á S- og V-landi. Víða snjókoma, en slydda nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki. Á þriðjudag: Suðlæg eða breytileg átt, víða 10-15 m/s og él, en hægari og þurrt að kalla NA-til. Frost 0 til 8 stig, kaldast NA-lands. Á miðvikudag: Norðan 8-15 og él í flestum landshlutum, en léttir til á S- og V-landi síðdegis. Harðnandi frost. Á fimmtudag: Vestlæg átt og bjartviðri, en dálítil él V-lands. Áfram kalt í veðri. Á föstudag: Suðlæg átt og stöku él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Frost 0 til 12 stig, kaldast NA-til. Á laugardag: Sunnanátt og slydda eða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hlýnandi veður.
Veður Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira