Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland þar sem er austan hvassviðri 15 til 20 metrar á sekúndu með snjókomu og skafrenningi. Á vefsíðu Veðurstofu Íslands segir að skyggni sé lélegt og að samgöngutruflanir séu líklegar.
Nú klukkan tíu tilkynnti Vegagerðin að flestar ökuleiðis á svæðinu væru lokaðar.
Suðurland: flestar leiðir eru lokaðar eða erfiðar yfirferðar. Vegfarendur eru beðnir um að bíða í öruggu skjóli til hádegis. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 5, 2022
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að búið sé að loka vegum í nágrenni Selfoss. Búið sé að kalla út björgunarsveitir til að aðstoða ökumenn sem hafa fest í snjó.