Erlendir miðlar fjalla um mögulegt hvalveiðibann Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 08:57 Hvalur verkaður í Hvalfirði árið 2018. Vísir/Vilhelm Stórir erlendir fjölmiðlar fjalla nú um möguleg endalok hvalveiða við Íslandsstrendur, eftir að Svandís Svavarsdóttir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sagði fátt rökstyðja hvalveiðar. Núverandi veiðiheimildir renna út árið 2023 og ráðherrann lætur að því liggja að hvalveiðar verði óheimilar frá árinu 2024. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian. Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Svandís að hvalveiðarnar hefðu ekki haft mikla efnahagslega þýðingu fyrir þjóðarbúið á síðustu árum. Lítið bendi til þess að efnahagslegur ávinningur sé af veiðunum, þar sem fyrirtæki sem hafi haft leyfi til veiðanna hafi lítið stundað þær. „Núverandi veiðiheimildir gilda út árið 2023. Að óbreyttu verður því engin veiði heimil á hvölum frá árinu 2024. Sýna þarf fram á að það sé efnahagslega réttlætanlegt að endurnýja veiðiheimildir. Í sögulegu samhengi hafa þessar veiðar haft neikvæð áhrif á útflutningshagsmuni landsins. Orðsporsáhættan sem fylgir því að viðhalda þessum veiðum áfram er talsverð þó að hún sé illmælanleg,“ skrifaði ráðherrann meðal annars. Aktívistar fagna Breska ríkisútvarpið er meðal þeirra miðla sem fjalla um málið og vísa í grein Svandísar. Þar er meðal annars tæpt á því að eftir að Japanir hófu aftur að veiða hvali í atvinnuskyni árið 2019, eftir þriggja áratuga pásu, hafi eftirspurn eftir íslenskum hval fallið umtalsvert og arðbærni veiðanna því minnkað. Ísland, Noregur og Japan eru þau lönd sem leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni. BBC hefur eftir Vanessu Williams-Grey, hjá bresku hvalaverndunarsamtökunum Whale and Dolphin Conversation, að um góðar fréttir sé að ræða. „Við tökum þessum fréttum augljóslega fagnandi, enda er kominn tími til. Íslenskir hvalveiðimenn hafa drepið hundruð hvala á síðustu árum, þrátt fyrir litla sem enga innlenda eftirspurn,“ sagði Williams-Grey. BBC bendir þá á að aðrar greinar sem tengjast hvölum við Íslandsstrendur hafi notið mun meiri velgengni en veiðarnar á síðustu árum. Þannig hafi hundruð þúsunda ferðamanna farið í hvalaskoðun hér á landi árið 2019. Meðal annarra erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Al Jazeera og Guardian.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira