Endugerðu flísgallann frá vetrarólympíuleikunum 1998 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 13:00 Til vinstri má sjá Sturlu Snæ Snorrason A-landsliðsmann í alpgreinum sem keppir nú á vetrarólympíuleikunum í Peking. Til hægri má sjá Kristinn Björnsson landsliðsmann á vetrarólympíuleikunum í Naganó 1998. Samsett mynd Íslenski fataframleiðandinn 66°Norður frumsýndi í dag nýjan Kríu flísgalla, sem er endurgerð á galla sem var sérstaklega framleiddur og hannaður fyrir íslensku keppendurna á vetrarólympíuleikunum í Nagano árið 1998. Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla. Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum. Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur. Sturla Snær Snorrason.66°Norður Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu. Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika. Íslenski hópurinn á setningarathöfninni rétt í þessu. Viðburðurinn hófst klukkan 12 að íslenskum tíma.Getty/Maddie Meyer „Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“ Frá setningu leikanna fyrr í dag.Getty/ Lintao Zhang Uppfært 13:10 Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla.
Tíska og hönnun Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Tengdar fréttir Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02 Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24 Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Kristrún og Sturla fánaberar Íslands á morgun Fimm Íslendingar verða á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Peking sem settir verða í hádeginu á morgun að íslenskum tíma. 3. febrúar 2022 13:02
Engir íslenskir ráðamenn halda utan vegna Vetrarólympíuleikanna Engir íslenskir ráðamenn mun fara frá Íslandi til þess að sækja Vetrarólympíuleikana í Peking í Kína sem hefjast á morgun og standa til 20. febrúar. 3. febrúar 2022 06:24
Fulltrúar Íslands á Vetrarólympíuleikunum í Peking Nú er orðið ljóst hvaða fimm Íslendingar keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking í næsta mánuði. Þrír þeirra keppa í skíðagöngu og tveir í alpagreinum. 21. janúar 2022 12:34