Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 13:30 Þeir Ásmundur og Ásgeir eru sammála um mikilvægi framkvæmdarinnar en greinir á um hvernig sé best að koma henni af stað. vísir/vilhelm/arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir. Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir.
Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira