Svona gæti Miklubrautarsvæðið litið út innan fárra ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 09:49 Útfærsla á nýrri Snorrabraut frá Yrki, DLD og Hnit verkfræðistofu sést til vinstri og til hægri er útfærsla á heildarútfærslu Miklubrautarsvæðisins. Íbúum í Hlíðahverfi mun fjölga um allt að þrjú þúsund á næstu árum, samkvæmt tillögu sem nú hefur verið valin fyrir uppbyggingu við Miklabraut. Stokkur á svæðinu gæti verið kominn í gagnið eftir þrjú ár. Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband Skipulag Reykjavík Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Fimm tillögur voru til skoðunar og nú hefur ein verið valin, tillaga Yrkis, DLD og Hnits verkfræðistofu, og þá á bara að keyra þetta allt saman í gang, þannig að það má jafnvel reikna með því að eftir fimm ár verði þetta svæði, sem svo margir aka um á hverjum degi, alveg gjörbreytt. Hér fyrir ofan sést fyrirhuguð heildarmynd af svæðinu með Klambratún umkringt núverandi byggð á hægri hönd. Skiptingin er útfærð nánar á skýringarmyndinni fyrir neðan en rauðu byggingarnar eru ný íbúðarhús, þær fjólubláu eru nýtt þjónustuhúsnæði og þær bláu fyrir miðju verða kjarnastöð borgarlínu. „Tillagan gerir ráð fyrir hundrað þúsund fermetrum af íbúðarhúsnæði sem er þá um það bil þúsund íbúðir sem þýðir þá að á þessu svæði munu bætast við tvö til þrjú þúsund íbúar á næstu árum. Og teljið þið að svæðið valdi því alveg? Já við teljum það, staðan á skólunum er þannig,“ segir Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Snorrabraut í nýrri mynd. Herdísartorg. Tillagan gerir einnig ráð fyrir gjörbreyttri Snorrabraut sem verslunargötu, og við hana verður Herdísartorg - borgartorg með kjarnastöð borgarlínu. Og hér fyrir neðan sést svo útfærslan á því sem sumum finnst aðalatriðið; fyrsta áfanga stokksins sem tengir umferð um Miklubraut við Gömlu Hringbraut. „Umferðin hérna ofan á er þá fyrst og fremst fyrir borgarlínu, gangandi og hjólandi eða mögulega einhverja hverfisumferð,“ segir Pawel. Stefnt er á að verkefnið verði orðin að veruleika samhliða nýjum Landspítala 2026. „Verkefnið kostar um það bil 21 milljarð samkvæmt seinustu áætlun þannig að þetta eru umtalsverðir fjármunir en þá losnar gríðarmikið byggingarland sem er þá gríðarlegur kostur fyrir borgina og samfélagið.“ Klippa: Miklabraut í stokk - kynningarmyndband
Skipulag Reykjavík Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira