Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 10:56 Hödd segir það aumt yfirklór hjá Ragnari Gunnarssyni barnsföður hennar að vilja afgreiða deilu þeirra sem svo að um forræðisdeilu sé að ræða. Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. „Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“ MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
„Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
„Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira