„Erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2022 09:00 Sif Atladóttir var létt í bragði í viðtalinu við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Hún ætlar sér stóra hluti á komandi leiktíð, meðal annars sæti í EM-hópnum sem fer til Englands í júlí. Stöð 2 Sif Atladóttir segir að það muni ekki hafa slæm áhrif á hjónabandið þó að eiginmaður hennar, Björn Sigurbjörnsson, láti sér detta í hug að skipta henni af velli í leikjum Selfoss í sumar. Þau hafi lengi unnið náið og vel saman í fótboltanum. Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Björn tók í vetur við sínu fyrsta aðalþjálfarastarfi, sem þjálfari Selfoss, og Sif mun spila fyrir liðið. Bæði hafa þau verið í Kristianstad í Svíþjóð síðasta áratuginn, Sif sem leikmaður en Björn sem aðstoðarþjálfari þar sem Elísabet Gunnarsdóttir er aðalþjálfari. Núna verður það hins vegar alfarið í höndum Björns til hvers er ætlast af Sif í Selfoss-treyjunni en hún hlakkar bara til að spila undir stjórn eiginmannsins: Unnið náið saman í ellefu ár í fótboltanum „Mér finnst það bara gaman. Við erum búin að vinna mjög náið saman núna í ellefu ár, með Betu [Elísabetu Gunnarsdóttur] kannski sem höfuðpaurinn. Þetta verður spennandi verkefni fyrir hann og mig í því ljósi. En við höfum alltaf haldið mjög „professional“ á spilunum,“ segir Sif í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur sem sjá má hér að neðan. Klippa: Sif um endurkomuna í íslensku deildina „Þegar ég fór fyrst til Þýskalands árið 2010 þá var hann eiginlega orðinn þjálfarinn minn. Hann kom á allar æfingar og við sátum og fórum yfir leiki og hvernig væri hægt að bæta sig. Við vissum því frekar snemma að við gætum unnið saman. Svo bauð Beta upp á gott tækifæri fyrir okkur til að stíga þetta skref saman. Fyrir það eru bæði ég og hann ofboðslega þakklát – að Beta tók sénsinn á þessu,“ segir Sif sem fór frá Saarbrücken í Þýskalandi til Kristianstad snemma árs 2011. „Geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni“ Það er þá ekki þannig að Björn verði látinn sofa á sófanum ef hann skiptir Sif af velli í sumar? „Nei, alls ekki,“ segir Sif hlæjandi. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir stöðunni. Eins og ég segi þá erum við búin að vinna mjög náið og vel saman, ræðum oftast góða hluti, og þegar kemur að fótboltanum þá náum við að halda honum frekar aðskildum frá heimilinu, sem er mjög mikilvægt. Við erum með tvö kríli heima sem eru ekkert að fara að leyfa okkur að vera í einhverri fýlu heima,“ bætir hún við létt í bragði.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30 Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjá meira
Sif í tímamótastarf fyrir leikmenn á Íslandi Sif Atladóttir, landsliðskona í fótbolta og einn nýjasti íbúi Árborgar, hefur verið ráðin sem fyrsti starfsmaður Leikmannasamtaka Íslands. 5. janúar 2022 14:30