Ronaldo um Haaland: Verður sá besti í heimi en er það ekki í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 13:00 Erling Haaland á framtíðina fyrir sér í boltanum enda ennþá bara 21 árs gamall. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Brasilíska goðsögnin Ronaldo hefur trú á því að hinn norski Erling Braut Haaland verði besti framherji heims en segir að hann sé ekki þar ennþá. Ronaldo var óumdeilanlega sjálfur besti framherji heims þegar hann upp á sitt besta og um tíma markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins frá upphafi. Ronaldo on who is the best striker in the world: "Benzema. No doubt about it. Lewandowski after him. Haaland will become the no.1 but the other two are better than him at the moment." pic.twitter.com/1wusoAZu5k— Football Tweet (@Football__Tweet) February 1, 2022 „Akkúrat núna er Karim Benzema án efa besti framherji heims. Á eftir honum er síðan Robert Lewandowski. Haaland verður númer eitt en eins og er þá eru tveir betri en hann,“ sagði Ronaldo í viðtali við Christian Vieri á Twitch-stöðinni Bobo TV. Marca segir frá. Ronaldo segir að stóri gallinn hjá Haaland sé að hann er ekki með sömu tækni og hinir tveir. Ronaldo var magnaður leikmaður á sínum tíma þar sem hann spilaði með liðum eins og Barcelona, Internazionale Milan, Real Madrid og AC Milan. Þegar Barcelona seldi hann til Internazionale varð hann dýrasti leikmaður heims. Cuando Ronaldo habla de fútbol, hay que escucharle. Un grande de antes hablando de los grandes de ahora https://t.co/FRBJ6ecvrm— MARCA (@marca) February 1, 2022 Ronaldo fékk Gullhnöttinn þegar hann var bara 21 árs en enginn yngri hefur fengið þau virtu verðlaun. Hann hafði skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félagslið og landslið þegar hann var 23 ára. Slæm hnémeiðsli tóku nánast þrjú ár af ferli hans en hann kórónaði endurkomu sína eftir þau með því að verða markakóngur og heimsmeistari með Brasilíu á HM 2022. Erling Braut Haaland er 21 árs gamall eins og þegar Ronaldo var orðinn sá besti í heimi. Hann er enn leikmaður Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 80 mörk í 79 leikjum í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Real Madrid hefur verið orðað við leikmanninn og mikið skrifað um að hann verði keyptur næsta sumar. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Ronaldo var óumdeilanlega sjálfur besti framherji heims þegar hann upp á sitt besta og um tíma markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins frá upphafi. Ronaldo on who is the best striker in the world: "Benzema. No doubt about it. Lewandowski after him. Haaland will become the no.1 but the other two are better than him at the moment." pic.twitter.com/1wusoAZu5k— Football Tweet (@Football__Tweet) February 1, 2022 „Akkúrat núna er Karim Benzema án efa besti framherji heims. Á eftir honum er síðan Robert Lewandowski. Haaland verður númer eitt en eins og er þá eru tveir betri en hann,“ sagði Ronaldo í viðtali við Christian Vieri á Twitch-stöðinni Bobo TV. Marca segir frá. Ronaldo segir að stóri gallinn hjá Haaland sé að hann er ekki með sömu tækni og hinir tveir. Ronaldo var magnaður leikmaður á sínum tíma þar sem hann spilaði með liðum eins og Barcelona, Internazionale Milan, Real Madrid og AC Milan. Þegar Barcelona seldi hann til Internazionale varð hann dýrasti leikmaður heims. Cuando Ronaldo habla de fútbol, hay que escucharle. Un grande de antes hablando de los grandes de ahora https://t.co/FRBJ6ecvrm— MARCA (@marca) February 1, 2022 Ronaldo fékk Gullhnöttinn þegar hann var bara 21 árs en enginn yngri hefur fengið þau virtu verðlaun. Hann hafði skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félagslið og landslið þegar hann var 23 ára. Slæm hnémeiðsli tóku nánast þrjú ár af ferli hans en hann kórónaði endurkomu sína eftir þau með því að verða markakóngur og heimsmeistari með Brasilíu á HM 2022. Erling Braut Haaland er 21 árs gamall eins og þegar Ronaldo var orðinn sá besti í heimi. Hann er enn leikmaður Borussia Dortmund þar sem hann hefur skorað 80 mörk í 79 leikjum í öllum keppnum þar af 15 mörk í 13 leikjum í Meistaradeildinni. Real Madrid hefur verið orðað við leikmanninn og mikið skrifað um að hann verði keyptur næsta sumar.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Benoný Breki áfram á skotskónum Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira