Ólafur Þór vill leiða lista VG í Kópavogi Atli Ísleifsson skrifar 2. febrúar 2022 07:06 Ólafur Þór Gunnarsson var þingmaður Suðvesturkjördæmis, fyrir Vinstri græna, á árunum 2013 og svo 2017 til 2021. Alþingi Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og fyrrverandi þingmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram til að leiða lista Vinstri grænna í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara 14. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór. Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór, en hann var þingmaður Suðvesturkjördæmis fyrir Vinstri græna á árunum 2013 og svo frá 2017 til 2021. Er haft eftir honum að í bæjarstjórn séu teknar mikilvægar ákvarðanir sem snerti daglegt líf fólks. „Þar nægir að nefna leiksskóla og grunnskóla, skipulag hverfa og umhverfismál, æskulýðs og íþróttamál, auk málefna aldraðra, öryrkja og önnur velferðarmál. Þegar kemur að þessum mikilvægu málum eru því ákvarðanir mun nær fólki og því skiptir það okkur öll máli hvernig sveitarfélögum er stjórnað.” Ólafur Þór hefur áður starfað á þessum vettvangi og kveðst tilbúinn að takast á við þá áskorun að nýju. „Ég tel að stóru málin í vor muni snúa að húsnæðismálum og húsnæðisöryggi, umhverfismálum og skólamálum. Auðvitað munu allir málaflokkar sem heyra undir sveitarfélögin verða í deiglunni en þarna tel ég að þunginn muni verða mestur. Kópavogur mun á næstu árum halda áfram að þróast úr því að vera stór bær á íslenskan mælikvarða í að líkjast meira lítilli borg. Eftir því sem bærinn stækkar og verður fjölmennari verður það meiri áskorun að láta lýðræðið virka og veita bæjarbúum meiri aðkomu að ákvörðunum sem þá varða. Þeirri þróun vil ég taka þátt í og eiga samtal við bæjarbúa um hvernig þeir geta það einnig sem virkir þátttakendur. Stærri og flóknari verkefni kalla á meiri samvinnu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Samstarf á sviði félagsþjónustu, húsnæðisúrræða og umhverfis og skipulagsmála þarf að vera enn meira en áður. Öll sveitarfélögin verða að taka þátt í úrlausn húsnæðisvandans, bæði með betri þjónustu hvað varðar félagslegt húsnæði og með niðurgreiðslu húsnæðiskostnaðar til þeirra er þurfa. Enginn ætti að þurfa að nota meira en þriðjung ráðstöfunartekna til að tryggja sér öruggt húsnæði. Kópavogur er samfélag sem ég hef metnað til að gera betra og vil taka þátt í því með bæjarbúum. Hér hef ég búið mest alla mína tíð, þekki bæinn vel og innviði hans. Ég tel mig geta lagt mikið af mörkum við að gera Kópavog enn betri,” er haft eftir Ólafi Þór.
Kópavogur Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Sjá meira