Íslensku stelpurnar í Bayern geta spilað sögulegan leik á Allianz Arena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty/Gualter Fatia Íslendingaliðið Bayern München hefur ákveðið að taka risastórt skref fyrir kvennalið félagsins með því að leyfa konunum að spila á Allianz Arena í Meistaradeildinni. Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira