Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2022 20:57 Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Samherji Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28