Móðir Arbery segir samkomulag við morð-feðgana vera svik Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 18:57 Wanda Cooper-Jones, móðir Ahmaud Arbery, við uppkvaðningu dóms þann 7. janúar síðastliðinn. Getty/Morton-Pool Saksóknari hefur boðið feðgunum Greg og Travis McMichael að gera samkomulag sem felst í því að þeir feðgar gætu komist hjá frekari réttarhöldum. Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Feðgarnir voru dæmdir til í lífstíðarfangelsi í nóvember í fyrra fyrir að hafa myrt hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery. Dómari úrskurðaði fyrr í mánuðinum að feðgarnir ættu ekki rétt á reynslulausn. Þeir munu þar af leiðandi verja ævinni bak við lás og slá. Nú stendur hins vegar til að rétta yfir feðgunum fyrir hatursglæp fyrir alríkisdómstól í Bandaríkjunum. Saksóknarar tóku hins vegar ákvörðun um að bjóða þeim feðgum dómsátt (e. plea agreement) sem gæti gert það að verkum að málið fari ekki fyrir dóm. Wanda Cooper-Jones, móðir Arbery, segir samkomulagið vera svik. Samningurinn geti leitt til þess að feðgarnir fái að afplána dóm sinn í alríkisfangelsi í stað fyrir hefðbundnu ríkisfangelsi en aðstæður fanga eru taldar töluvert verri í ríkisfangelsum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. „Ég barðist og barðist við að reyna að koma þessum mönnum í ríkisfangelsi. Ég sagði saksóknurum ítrekað að ég vildi að þeir myndu fá að afplána dóm sinn í slíku fangelsi. Svo vaknaði ég í morgun og sá að þeir höfðu borið upp þennan fáránlega samning,“ segir Cooper-Jones, móðir Arbery. Marcus Arbey, faðir Ahmaud, tekur í sama streng og segir ljóst að um hatursglæp hafi verið að ræða. Fjölskylda Arbery vilji hundrað prósent réttlæti, ekki aðeins hluta þess. Dómari í málinu hefur hins vegar enn ekki fallist á samninginn og tekið ákvörðun um að kalla saman kviðdóm, þrátt fyrir boð saksóknara. Dómari mun koma til með að ræða við fimmtíu mögulega kandídata í kviðdóm þann 7. febrúar næstkomandi. Samkvæmt því er gert ráð fyrir því að réttarhöld fari fram í næsta mánuði. Feðgarnir myrtu Arbery, ásamt nágranna sínum og samverkamanni, William Brian, þegar Ahmaud Arbery var úti að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar árið 2020. Þeir sáu Arbery á hlaupum í hverfi þeirra og báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu. Þeir vopnuðust og sátu síðar fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa fram hjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust reyndi óvopnaður Arbery að taka haglabyssuna af Travis en við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Atvikið náðist á myndband sem nágranni og samverkamaður feðganna, William Bryan, tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan loks verið handteknir.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00