„Finnst alveg galið ef Guðmundur er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. janúar 2022 11:00 Guðmundur Guðmundsson á fimm mánuði eftir af samningi sínum við HSÍ. getty/Sanjin Strukic Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson vilja að HSÍ geri allt til að semja við Guðmund Guðmundsson um að stýra íslenska karlalandsliðinu áfram. Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir fimm mánuði og í viðtali við Vísi eftir síðasta leik Íslands á EM sagði hann óvíst hvað framtíðinn bæri í skauti sér. Guðmundur tekur við danska liðinu Fredericia í sumar en hefur áður stýrt félags- og landsliði á sama tíma. Ásgeir Örn og Róbert ræddu um framtíð Guðmundar við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Mér finnst það borðliggjandi miðað við hvernig þetta mót spilaðist og á hvaða stað liðið er komið að þeir ættu að reyna að halda honum. Hvort hann vill það eða hvernig aðstæðurnar eru hefur maður ekki hugmynd um en mér finnst alveg galið ef það er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ,“ sagði Ásgeir Örn. Róbert tók í sama streng. „Ég er sammála því. Það væri mjög sérstakt að skipta núna en hann vildi ekkert gefa upp um það sjálfur hvort hann vildi halda áfram. HSÍ og Gummi eiga að hittast og sjá hvað vilja báðir aðilar vilja gera. Og auðvitað ætti HSÍ að vilja halda honum,“ sagði Róbert. „Eina sem gæti stoppað þetta er ef hann vill ekki vera áfram. HSÍ ætti auðvitað alltaf að reyna að halda honum.“ Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn í upphafi árs 2018. Hann hefur stýrt Íslandi á fjórum stórmótum síðan þá. Íslendingar enduðu í 11. Sæti á HM 2019 og EM 2020, 20. Sæti á HM 2021 og 6. Sæti á EM 2022 sem lauk um helgina. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira
Samningur Guðmundar við HSÍ rennur út eftir fimm mánuði og í viðtali við Vísi eftir síðasta leik Íslands á EM sagði hann óvíst hvað framtíðinn bæri í skauti sér. Guðmundur tekur við danska liðinu Fredericia í sumar en hefur áður stýrt félags- og landsliði á sama tíma. Ásgeir Örn og Róbert ræddu um framtíð Guðmundar við Stefán Árna Pálsson í EM-hlaðvarpi Seinni bylgjunnar. „Mér finnst það borðliggjandi miðað við hvernig þetta mót spilaðist og á hvaða stað liðið er komið að þeir ættu að reyna að halda honum. Hvort hann vill það eða hvernig aðstæðurnar eru hefur maður ekki hugmynd um en mér finnst alveg galið ef það er ekki kostur númer eitt, tvö og þrjú hjá HSÍ,“ sagði Ásgeir Örn. Róbert tók í sama streng. „Ég er sammála því. Það væri mjög sérstakt að skipta núna en hann vildi ekkert gefa upp um það sjálfur hvort hann vildi halda áfram. HSÍ og Gummi eiga að hittast og sjá hvað vilja báðir aðilar vilja gera. Og auðvitað ætti HSÍ að vilja halda honum,“ sagði Róbert. „Eina sem gæti stoppað þetta er ef hann vill ekki vera áfram. HSÍ ætti auðvitað alltaf að reyna að halda honum.“ Guðmundur tók við íslenska landsliðinu í þriðja sinn í upphafi árs 2018. Hann hefur stýrt Íslandi á fjórum stórmótum síðan þá. Íslendingar enduðu í 11. Sæti á HM 2019 og EM 2020, 20. Sæti á HM 2021 og 6. Sæti á EM 2022 sem lauk um helgina. Hlusta má á EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar í spilaranum hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Sjá meira