Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2022 18:31 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59