Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2022 18:31 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59