Fjallar um íslenska handboltaævintýrið: „Eins og ef Bergen ætti eitt besta handboltalið heims“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2022 11:02 Íslendingar fagna sigrinum á Svartfellingum í fyrradag. getty/Uros Hocevar Norski blaðamaðurinn Stig Nygård fjallar um íslenska handboltaævintýrið í pistli á TV 2 í dag. Þar segir árangur Íslands á alþjóða vísu ótrúlegan og svipaðan því ef borgin Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Ísland mætir Noregi í leiknum um 5. sætið á Evrópumótinu í dag. Eftir erfið ár virðist íslenska liðið vera komið aftur í fremstu röð og sama hvernig fer í dag er það búið að ná sínum besta árangri síðan 2014. Í pistli sínum segir Nygård árangur Íslands aðdáunarverðan, sérstaklega í ljósi fámennisins hér á landi. Hann líkir þessu við að Björgvin ætti eitt besta landslið heims. Nygård stillir upp úrvalsliði leikmanna frá Björgvin og óhætt er að segja að það sé ekki beint ógnvekjandi á blaði. Eiga mun fleiri í bestu deildunum en Noregur „Aðeins hundrað þúsund fleiri búa á Íslandi en í Björgvin en ef þú tekur allt svæðið í kring hefur Björgvin úr fleirum að velja. Það sýnir hversu mikið ævintýri íslenski handboltinn er,“ skrifar Nygård. „Ísland er með um þrjátíu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu. Til samanburðar er Björgvin með Harald Reinkind í Kiel og Eivind Tangen í Skjern. Noregur, með sínar fimm milljónir íbúa, á ekki einu sinni tuttugu leikmenn í sterkustu deildum Evrópu.“ Nygård bendir líka á að íslensku leikmennirnir geri það gott með sínum félagsliðum. Til marks um það hafi Íslendingur orðið markakóngur í þýsku úrvalsdeildinni tvö ár í röð. Ennfremur segir Nygård að góður árangur Íslands á handboltasviðinu sé ekki nýr af nálinni. Ísland hafi verið í fremstu röð síðan á 9. áratug síðustu aldar. Eiga nóg eftir Nygård segir að fyrir utan nokkra eigi flestir leikmenn íslenska liðsins enn eftir að toppa og segir að Magdeburg-mennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson muni vera í fremstu röð á alþjóða vísu næstu tíu árin svo lengi sem þeir haldist heilir. Ómar var í 19. sæti á lista Nygårds yfir bestu handboltamenn ársins 2021 en hann segir að Selfyssingurinn sé á leið að verða einn besti handboltamaður heims og hann muni væntanlega taka stórt stökk upp á við á lista hans fyrir 2022. Þá notar Nygård Viggó Kristjánsson sem vitni um hversu sterka stöðu handboltinn hefur á Íslandi. Viggó hafi hætt í handbolta á unglingsárum, einbeitt sér að fótboltanum og meðal annars náð að spila í Evrópudeildinni. En hann hafi hætt í fótbolta tvítugur og snúið sér aftur að handboltanum og nú, átta árum síðar, sé hann skærasta stjarna Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni og spili fyrir Ísland á EM. Grein Nygårds má lesa með því að smella hér. Ísland og Noregur mætast í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 14:30 í dag. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira