Þetta verður snúnara næstu vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 16:53 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi málið í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var málshefjandi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43