RÚV keypti kostað kynningarefni og sýndi sem heimildarmynd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2022 13:57 Ríkisútvarpið keypti sýningarrétt að þættinum frá N4, sem framleiddi þáttin árið 2019. Vegagerðin og Sóknaráætlun Norðurlands eystra styrktu gerð þáttarins, sem bæði eru hagsmunaaðilar að umfjöllunarefninu. Ríkisútvarpið sendi í gær út þátt um jarðgöng á Norðurlandi sem kostaður er af Vegagerðinni og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, verkefni sem meðal annars er ætlað að efla byggðaþróun. Varaformaður Blaðamannafélagsins segist líta á þáttinn sem kynningarefni en ekki heimildarþátt. „Þetta er náttúrulega ekki blaðamennska þó það kunni að hafa ásýnd blaðamennsku og framsetningin sé með þeim hætti. Þarna eru Vegagerðin og Sóknaráætlun Norðurlands eystra að kosta gerð þessa þáttar og í mínum huga þýðir það að þetta er kynningarmynd en ekki heimildarmynd,“ segir Aðalsteinn Kjartansson varaformaður Blaðamannafélags Íslands. Óháð því hvað manni finnist um efni þáttarins geti hann ekki talist blaðamennska. Á vef Ríkisútvarpsins segir að þátturinn sé „íslensk heimildarmynd um samfélagsleg áhrif jarðganga á Norðurlandi.“ Þessi listi birtist á síðustu þremur sekúndunum á kreditlista þáttarins.Skjáskot Hinn kostaði heimildarþáttur, sem ber yfirskriftina „Jarðgöng - Samfélagsleg áhrif“ var framleiddur af N4 árið 2019 og sýndur á sjónvarpsstöðinni áður en hann var keyptur af RÚV og sýndur í gærkvöldi, klukkan 20:05 strax að loknu Kastljósi. Umsjón með þættinum hafði Karl Eskil Pálsson, núverandi upplýsingafulltrúi Samherja, en þegar þátturinn var gerður starfaði hann á N4. Þátturinn var fyrst sýndur á N4 11. júní 2019, eins og sjá má í kynningarmyndbandi fyrir þáttinn á Facebook-síðu N4. Ríkissjónvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að setja fyrirvaralaust á dagskrá þátt sem rekur einhliða kosti jarðganga en líta hjá allri gagnrýni á slíkar framkvæmdir. Og það undir merkjum blaðamennsku. Fjallað er um Vaðlaheiðargöng, Strákagöng, Héðinsfjarðargöng og Múlagöng á Norðurlandi. Göngin eru öll í eigu ríkisins utan Vaðlaheiðarganga, sem rekin eru af Vaðlaheiðargöngum ehf. og er í eigu allra sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra auk nokkurra fyrirtækja frá landshlutanum. Áróður fyrir tilteknum sjónarmiðum Í þættinum er fjallað um áhrif jarðgangnanna á byggðir og samfélög, sem nýta sér jarðgöngin alla daga. Farið er fögrum orðum um þau tækifæri sem jarðgöngin hafi veitt íbúum á Norðurlandi, fært samfélög nær hvort öðru, aukið atvinnumöguleika og svo mætti lengi telja. Þátturinn er þó kostaður af Sóknaráætlun Norðurlands eystra, byggðaverkefni á vegum íslenska ríkisins, sem ætlað er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar. „Markmið sóknaráætlana landshluta er að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum sem fram koma í sóknaráætlun landshlutans,“ segir í samningi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Grunnframlag ríkisins til Sóknaráætlunar Norðurlands eystra voru rúmar 118 milljónir króna árið 2020. „Mæringarþáttur“ um jarðgöng á Norðurlandi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vakti athygli á sýningu þáttarins á Twitter í morgun, þar sem hann segir þáttinn „mæringarþátt“ og gagnrýnir að lítið hafi verið fjallað um skuldir Vaðlaheiðarganga ehf. hjá ríkinu, sem félagið geti ekki borgað. Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær. Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað. #þjónustusamningurinn pic.twitter.com/MpOoPsPcXX— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) January 27, 2022 „Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær. Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað. #þjónustusamningurinn.“ Vaðlaheiðargöng sjálf vöktu athygli á þættinum á Facebook í gærkvöldi. Kostaðir þættir á dagskrá Ríkissjónvarpsins Vert er að geta þess að samkvæmt heimildum Innherja, viðskiptamiðill Vísis, er nú unnið að útfærslu á því að lánum ríkissjóðs til Vaðlaheiðaganga, sem námu samtals 18,6 milljörðum króna í lok árs 2020, verði að miklu eða öllu leyti skuldbreytt í hlutafé þannig að ríkissjóður verði eigandi að miklum meirihluta hlutafjár, eða líklegast í kring um 90 prósent. Þetta er hvorki fyrsta né annað sinn sem RÚV sýnir heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefninu sjálfu. Fram kemur í frétt á Vísi frá árinu 2015 að RÚV hafi til dæmis sýnt heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun án þess að nokkurs staðar kæmi fram í dagskrárkynningum að myndin væri framleidd af eiganda virkjunarinnar. Þá hafi RÚV sama ár sýnt heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar hafi sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi en það sama er uppi á teningnum í þættinum um jarðgöngin. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í samtali við fréttastofu að myndin hafi verið keypt af sjálfstæðum framleiðanda, í þessu tilviki N4, og samkvæmt þeim kröfum sem gerðar séu af RÚV um hvernig slíkar myndir skyldu framleiddar og fjármagnaðar. Ykkur finnst ekki athugavert að þessi þáttur sé kynntur sem heimildarmynd en ekki kynningarefni? „Við keyptum hana og við göngum frá kaupum og sýningarrétti á myndinni sem heimildarmynd,“ segir Skarphéðinn. Allur gangur sé á því hve mikið RÚV greiði fyrir sýningu á svona efni en hann vildi ekki gefa upp hvað hefði verið greitt fyrir sýningu þessa þáttar. Vegagerð Ríkisútvarpið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Þetta er náttúrulega ekki blaðamennska þó það kunni að hafa ásýnd blaðamennsku og framsetningin sé með þeim hætti. Þarna eru Vegagerðin og Sóknaráætlun Norðurlands eystra að kosta gerð þessa þáttar og í mínum huga þýðir það að þetta er kynningarmynd en ekki heimildarmynd,“ segir Aðalsteinn Kjartansson varaformaður Blaðamannafélags Íslands. Óháð því hvað manni finnist um efni þáttarins geti hann ekki talist blaðamennska. Á vef Ríkisútvarpsins segir að þátturinn sé „íslensk heimildarmynd um samfélagsleg áhrif jarðganga á Norðurlandi.“ Þessi listi birtist á síðustu þremur sekúndunum á kreditlista þáttarins.Skjáskot Hinn kostaði heimildarþáttur, sem ber yfirskriftina „Jarðgöng - Samfélagsleg áhrif“ var framleiddur af N4 árið 2019 og sýndur á sjónvarpsstöðinni áður en hann var keyptur af RÚV og sýndur í gærkvöldi, klukkan 20:05 strax að loknu Kastljósi. Umsjón með þættinum hafði Karl Eskil Pálsson, núverandi upplýsingafulltrúi Samherja, en þegar þátturinn var gerður starfaði hann á N4. Þátturinn var fyrst sýndur á N4 11. júní 2019, eins og sjá má í kynningarmyndbandi fyrir þáttinn á Facebook-síðu N4. Ríkissjónvarpið hefur verið gagnrýnt fyrir að setja fyrirvaralaust á dagskrá þátt sem rekur einhliða kosti jarðganga en líta hjá allri gagnrýni á slíkar framkvæmdir. Og það undir merkjum blaðamennsku. Fjallað er um Vaðlaheiðargöng, Strákagöng, Héðinsfjarðargöng og Múlagöng á Norðurlandi. Göngin eru öll í eigu ríkisins utan Vaðlaheiðarganga, sem rekin eru af Vaðlaheiðargöngum ehf. og er í eigu allra sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra auk nokkurra fyrirtækja frá landshlutanum. Áróður fyrir tilteknum sjónarmiðum Í þættinum er fjallað um áhrif jarðgangnanna á byggðir og samfélög, sem nýta sér jarðgöngin alla daga. Farið er fögrum orðum um þau tækifæri sem jarðgöngin hafi veitt íbúum á Norðurlandi, fært samfélög nær hvort öðru, aukið atvinnumöguleika og svo mætti lengi telja. Þátturinn er þó kostaður af Sóknaráætlun Norðurlands eystra, byggðaverkefni á vegum íslenska ríkisins, sem ætlað er að efla byggðaþróun og auka samráð milli ráðuneyta á sviði byggðamála, jafnframt að færa til sveitarstjórna aukna ábyrgð á sviði byggða- og samfélagsþróunar. „Markmið sóknaráætlana landshluta er að ráðstöfun þeirra fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum á sviði samfélags- og byggðamála byggi á svæðisbundnum áherslum og markmiðum sem fram koma í sóknaráætlun landshlutans,“ segir í samningi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024. Grunnframlag ríkisins til Sóknaráætlunar Norðurlands eystra voru rúmar 118 milljónir króna árið 2020. „Mæringarþáttur“ um jarðgöng á Norðurlandi Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, vakti athygli á sýningu þáttarins á Twitter í morgun, þar sem hann segir þáttinn „mæringarþátt“ og gagnrýnir að lítið hafi verið fjallað um skuldir Vaðlaheiðarganga ehf. hjá ríkinu, sem félagið geti ekki borgað. Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær. Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað. #þjónustusamningurinn pic.twitter.com/MpOoPsPcXX— Þórður Snær Júlíusson (@thordursnaer) January 27, 2022 „Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær. Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað. #þjónustusamningurinn.“ Vaðlaheiðargöng sjálf vöktu athygli á þættinum á Facebook í gærkvöldi. Kostaðir þættir á dagskrá Ríkissjónvarpsins Vert er að geta þess að samkvæmt heimildum Innherja, viðskiptamiðill Vísis, er nú unnið að útfærslu á því að lánum ríkissjóðs til Vaðlaheiðaganga, sem námu samtals 18,6 milljörðum króna í lok árs 2020, verði að miklu eða öllu leyti skuldbreytt í hlutafé þannig að ríkissjóður verði eigandi að miklum meirihluta hlutafjár, eða líklegast í kring um 90 prósent. Þetta er hvorki fyrsta né annað sinn sem RÚV sýnir heimildarmyndir kostaðar af umfjöllunarefninu sjálfu. Fram kemur í frétt á Vísi frá árinu 2015 að RÚV hafi til dæmis sýnt heimildarmynd um Búrfellsvirkjun sem framleidd var af Landsvirkjun án þess að nokkurs staðar kæmi fram í dagskrárkynningum að myndin væri framleidd af eiganda virkjunarinnar. Þá hafi RÚV sama ár sýnt heimildarmynd um garðyrkjuræktun á Íslandi sem framleidd var í samvinnu við Samtök garðyrkjubænda. Báðar myndirnar hafi sýnt umfjöllunarefni sín í mjög jákvæðu ljósi en það sama er uppi á teningnum í þættinum um jarðgöngin. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir í samtali við fréttastofu að myndin hafi verið keypt af sjálfstæðum framleiðanda, í þessu tilviki N4, og samkvæmt þeim kröfum sem gerðar séu af RÚV um hvernig slíkar myndir skyldu framleiddar og fjármagnaðar. Ykkur finnst ekki athugavert að þessi þáttur sé kynntur sem heimildarmynd en ekki kynningarefni? „Við keyptum hana og við göngum frá kaupum og sýningarrétti á myndinni sem heimildarmynd,“ segir Skarphéðinn. Allur gangur sé á því hve mikið RÚV greiði fyrir sýningu á svona efni en hann vildi ekki gefa upp hvað hefði verið greitt fyrir sýningu þessa þáttar.
Vegagerð Ríkisútvarpið Samgöngur Vaðlaheiðargöng Fjölmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira