Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 10:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk í sigrinum glæsilega gegn Svartfjallalandi í gær. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira
Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk.
Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Íslenski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Sjá meira