Einkunnir á móti Svartfjallalandi: Ómar Ingi bestur en Bjarki og Gummi fá líka sexu Íþróttadeild Vísis skrifar 26. janúar 2022 17:00 Ómar Ingi Magnússon var besti maður íslenska liðsins í leiknum í kvöld. Getty/Sanjin Strukic Þrír fá fullt hús og aðrir þrír fimmu í frábærum stórsigri strákanna okkar á Svartfellingum. Íslenska handboltalandsliðið sýndi styrk og karakter í tíu marka sigri á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Frábær fyrri hálfleikur, sem vannst með níu marka mun, sá til þess að leikurinn var í íslenskum höndum allan tímann. Það var magnað að sjá einbeitingu íslenska liðsins frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir enn eitt áfallið þegar Aron Pálmarsson meiddist í upphafi leiks þá héldu strákarnir okkar áfram á fullu skriði. Markvarslan var með skilvirkum sóknarleik í fyrri hálfleik og þá áttu Svartfellingarnir ekki möguleika. Seinni hálfleikurinn snerist um að klára verkefnið og það gerði íslenska liðið fagmannlega. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann skoraði ellefu mörk og átti þátt í öðrum fimm með stoðsendingum. Bjarki Már Elísson átti líka fullkomna endurkomu úr vikudvöl í hótelherbergi sínu og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, setti leikinn stórkostleg upp. Það er líka gaman að sjá menn fá risahlutverk í fangið en standast það próf. Elvar Ásgeirsson og Þráinn Orri Jónsson voru magnaðir og þá má ekki gleyma spilamennsku Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu og Ýmis Arnar Gíslasonar í vörninni. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (10 varin skot- 48:07 mín.) Náði að tengja saman þriðja leikinn með frábærri frammistöðu. Mikilvægar vörslur í fyrri hálfleik gáfu íslenska liðinu tóninn. Ánægjulegt að sjá að þessi ungi markvörður er að mæta til leiks að alvöru með íslenska landsliðinu. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (8 mörk - 56:26 mín.) Átti stórbrotna innkomu eftir að hafa dvalið einn á herbergi í viku. Átta mörk úr átta skotum. Það er ekki hægt að biðja um meira. Heimsklassa frammistaða. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 4:07 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði tvö fyrstu mörkin. Gaf íslenska liðinu þá trú sem þurfti en því miður þurfti hann að yfirgefa völlinn meiddur á kálfa. Nú þarf að krossa fingur og vona að það sé ekki alvarlegt. Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 45:14 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik. Lék þá einn sinn besta landsleik í langan tíma. Það dró aðeins af honum þegar leið á leikinn. Leikmaður sem geislar af orku og er algjörlega ómissandi í þessari keðju sem er að búa til í þessu nýja liði Íslands. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6 (11 mörk - 49:14 mín.) Þarna er á ferð, án nokkurs vafa, einn besti handboltamaður heims um þessar mundir. Skilningur hans á leiknum er í raun úr öðru veldi. Leikmaður sem allir taka eftir og er á hvers manns vörum hjá hverjum einasta manni og öllum sérfræðingum í handboltaheiminum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 56:12 mín.) Skilaði sínu, skoraði eitt mark úr þremur skotum. Fékk ekki þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Eins og áður hefur komið fram er ljóst að andstæðingarnir vita af hans styrk og getu og leggja áherslu á að loka á hann. Ýmir Örn Gíslason, lína - 5 (2 mörk - 38:53 mín.) Stórkostleg frammistaða hjá Ými. Barði íslensku vörnina saman frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Skoraði tvö frábær mörk og sendir frá sér orku til leikmanna liðsins sem er í raun engu lík. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 52:18 mín.) Hreint mögnuð frammistaða í sínum fjórða landsleik. Ótrúlega yfirvegaður leikmaður. Það hreinlega lekur af honum skynsemin. Snilldarsendingar á samherja sína. Skoraði mikilvæg mörk. Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Þráinn Orri Jónsson, lína - 4 (2 mörk - 26:56 mín.) Stórkostleg frammistaða í sínum fyrsta alvöru landsleik. Mjög öflugur í varnarleiknum og sóknarleikurinn var nánast upp á tíu hjá honum í þessari frumraun þegar nánast allt var undir. Til hamingju með frammistöðuna. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 7:41 mín.) Átti erfitt uppdráttar í leiknum í dag. Þarf líklega nokkra daga til að jafna sig eftir síðasta leik. Það vita allir hvað Viggó getur. Bíðið við, hann mun mæta til leiks í næsta leik, kannski betri en við höfum áður séð. Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 10:35 mín.) Var árásargjarn þegar hann mætti til leiks. Fiskaði tvö góð víti. Var ógnandi og hjálpaði íslenska liðinu verulega í leiknum með skynsömum leik og góðri ákvörðunartöku. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 4 (2 varin skot- 10:11 mín.) Kom inn á í ögurstundu í leiknum. Náði að klukka tvo bolta. Það er ekki einfalt að koma inn í leikinn á þeim tímapunkti sem hann kom inn. Viktor var búinn að vera frábær en fín frammistaða. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 3:48 mín.) Fékk ekki margar mínútur en skilaði góðu marki. Vonandi fáum við að sjá meira til hans í næstu leikjum. Á mikið inni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 3:48 mín.) Datt inn á fjalirnar á lokamínútum leiksins eftir að hafa setið á bekknum frá upphafi. Skoraði gott mark og án efa eru margir sem segja: Velkominn til leiks. Darri Aronsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 3:13 mín.) Fetaði í fótspor foreldra sína. Var óhræddur þegar hann kom inn á. Skilaði frábæru undirhandarskoti. Gríðarlega mikið efni sem vonandi tekur skref fram á við á næstum mánuðum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði of lítið (0 mörk - 3:18 mín.) Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Leikskipulag og leikáætlun liðsins var algjörlega til fyrirmyndar. Skiptingar í leiknum komu allar á hárréttum tíma og hefði landsliðsþjálfarinn verið í prófi hefði hann fengið tíu. Er á áætlun við að búa til sem getur komist í fremstu röð í heiminum. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 16:43 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10 „Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30 „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:47 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið sýndi styrk og karakter í tíu marka sigri á Svartfjallalandi, 34-24, í lokaleik sínum í milliriðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu. Frábær fyrri hálfleikur, sem vannst með níu marka mun, sá til þess að leikurinn var í íslenskum höndum allan tímann. Það var magnað að sjá einbeitingu íslenska liðsins frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir enn eitt áfallið þegar Aron Pálmarsson meiddist í upphafi leiks þá héldu strákarnir okkar áfram á fullu skriði. Markvarslan var með skilvirkum sóknarleik í fyrri hálfleik og þá áttu Svartfellingarnir ekki möguleika. Seinni hálfleikurinn snerist um að klára verkefnið og það gerði íslenska liðið fagmannlega. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Ómar Ingi Magnússon var besti leikmaður íslenska liðsins í kvöld að mati okkar en hann skoraði ellefu mörk og átti þátt í öðrum fimm með stoðsendingum. Bjarki Már Elísson átti líka fullkomna endurkomu úr vikudvöl í hótelherbergi sínu og Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, setti leikinn stórkostleg upp. Það er líka gaman að sjá menn fá risahlutverk í fangið en standast það próf. Elvar Ásgeirsson og Þráinn Orri Jónsson voru magnaðir og þá má ekki gleyma spilamennsku Viktors Gísla Hallgrímssonar í markinu og Ýmis Arnar Gíslasonar í vörninni. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Svartfjallalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, mark - 5 (10 varin skot- 48:07 mín.) Náði að tengja saman þriðja leikinn með frábærri frammistöðu. Mikilvægar vörslur í fyrri hálfleik gáfu íslenska liðinu tóninn. Ánægjulegt að sjá að þessi ungi markvörður er að mæta til leiks að alvöru með íslenska landsliðinu. Bjarki Már Elísson, vinstra horn - 6 (8 mörk - 56:26 mín.) Átti stórbrotna innkomu eftir að hafa dvalið einn á herbergi í viku. Átta mörk úr átta skotum. Það er ekki hægt að biðja um meira. Heimsklassa frammistaða. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 4:07 mín.) Byrjaði leikinn af miklum krafti, skoraði tvö fyrstu mörkin. Gaf íslenska liðinu þá trú sem þurfti en því miður þurfti hann að yfirgefa völlinn meiddur á kálfa. Nú þarf að krossa fingur og vona að það sé ekki alvarlegt. Elvar Örn Jónsson, leikstjórnandi - 4 (2 mörk - 45:14 mín.) Var frábær í fyrri hálfleik. Lék þá einn sinn besta landsleik í langan tíma. Það dró aðeins af honum þegar leið á leikinn. Leikmaður sem geislar af orku og er algjörlega ómissandi í þessari keðju sem er að búa til í þessu nýja liði Íslands. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 6 (11 mörk - 49:14 mín.) Þarna er á ferð, án nokkurs vafa, einn besti handboltamaður heims um þessar mundir. Skilningur hans á leiknum er í raun úr öðru veldi. Leikmaður sem allir taka eftir og er á hvers manns vörum hjá hverjum einasta manni og öllum sérfræðingum í handboltaheiminum. Sigvaldi Guðjónsson, hægra horn - 3 (1 mark - 56:12 mín.) Skilaði sínu, skoraði eitt mark úr þremur skotum. Fékk ekki þá þjónustu sem hann þarf á að halda. Eins og áður hefur komið fram er ljóst að andstæðingarnir vita af hans styrk og getu og leggja áherslu á að loka á hann. Ýmir Örn Gíslason, lína - 5 (2 mörk - 38:53 mín.) Stórkostleg frammistaða hjá Ými. Barði íslensku vörnina saman frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Skoraði tvö frábær mörk og sendir frá sér orku til leikmanna liðsins sem er í raun engu lík. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Elvar Ásgeirsson, vinstri skytta - 5 (3 mörk - 52:18 mín.) Hreint mögnuð frammistaða í sínum fjórða landsleik. Ótrúlega yfirvegaður leikmaður. Það hreinlega lekur af honum skynsemin. Snilldarsendingar á samherja sína. Skoraði mikilvæg mörk. Þvílík búbót fyrir íslenska landsliðið í handbolta. Þráinn Orri Jónsson, lína - 4 (2 mörk - 26:56 mín.) Stórkostleg frammistaða í sínum fyrsta alvöru landsleik. Mjög öflugur í varnarleiknum og sóknarleikurinn var nánast upp á tíu hjá honum í þessari frumraun þegar nánast allt var undir. Til hamingju með frammistöðuna. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 2 (0 mörk - 7:41 mín.) Átti erfitt uppdráttar í leiknum í dag. Þarf líklega nokkra daga til að jafna sig eftir síðasta leik. Það vita allir hvað Viggó getur. Bíðið við, hann mun mæta til leiks í næsta leik, kannski betri en við höfum áður séð. Magnús Óli Magnússon, vinstri skytta - 4 (0 mörk - 10:35 mín.) Var árásargjarn þegar hann mætti til leiks. Fiskaði tvö góð víti. Var ógnandi og hjálpaði íslenska liðinu verulega í leiknum með skynsömum leik og góðri ákvörðunartöku. Ágúst Elí Björgvinsson, mark - 4 (2 varin skot- 10:11 mín.) Kom inn á í ögurstundu í leiknum. Náði að klukka tvo bolta. Það er ekki einfalt að koma inn í leikinn á þeim tímapunkti sem hann kom inn. Viktor var búinn að vera frábær en fín frammistaða. Teitur Örn Einarsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 3:48 mín.) Fékk ekki margar mínútur en skilaði góðu marki. Vonandi fáum við að sjá meira til hans í næstu leikjum. Á mikið inni. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - 3 (1 mark - 3:48 mín.) Datt inn á fjalirnar á lokamínútum leiksins eftir að hafa setið á bekknum frá upphafi. Skoraði gott mark og án efa eru margir sem segja: Velkominn til leiks. Darri Aronsson, vinstri skytta - 3 (1 mark - 3:13 mín.) Fetaði í fótspor foreldra sína. Var óhræddur þegar hann kom inn á. Skilaði frábæru undirhandarskoti. Gríðarlega mikið efni sem vonandi tekur skref fram á við á næstum mánuðum. Orri Freyr Þorkelsson, vinstra horn - spilaði of lítið (0 mörk - 3:18 mín.) Guðmundur Guðmundsson, þjálfari - 6 Leikskipulag og leikáætlun liðsins var algjörlega til fyrirmyndar. Skiptingar í leiknum komu allar á hárréttum tíma og hefði landsliðsþjálfarinn verið í prófi hefði hann fengið tíu. Er á áætlun við að búa til sem getur komist í fremstu röð í heiminum. Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
Útskýring á einkunnum: 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 16:43 Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20 Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30 Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10 „Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30 „Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29 Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:47 Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Sjá meira
Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 24-34 | Stórkostlegur sigur og erfið bið Ísland á enn möguleika á enn von um að komast í undanúrslit á EM í handbolta eftir stórkostlega frammistöðu gegn Svartfjallalandi og 34-24-sigur í Búdapest í dag. 26. janúar 2022 16:43
Tölfræðin á móti Svartfjalllandi: 85 prósent skotnýting og 47 prósent markvarsla í mögnuðum fyrri hálfleik Íslenska landsliði endaði milliriðilinn með frábærri frammistöðu. Eftir magnaðan fyrri hálfleik var íslenska liðið einbeitt og skilvirkt og hélt síðan leiknum í öruggum höndum í seinni hálfleiknum. 26. janúar 2022 16:20
Twitter: Móðurlegar tilfinningar í garðs Viktors Gísla og stoðsendingavélin úr Pizzabæ Ísland vann magnaðan tíu marka sigur á Svartfellingum í síðasta leik liðsins í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland þarf nú að treysta á Dani til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit mótsins. 26. janúar 2022 16:30
Elvar: Ótrúlega gaman að komast út úr herberginu „Það er ótrúlega gaman að fá að spila aftur og komast út úr herberginu,“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir stórsigurinn gegn Svartfjallalandi á EM, nokkrum klukkutímum eftir að hafa losnað úr einangrun vegna kórónuveirusmits. 26. janúar 2022 16:10
„Ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik“ „Ég ætla að leggjast upp í rúm og reyna að hvíla mig aðeins, og sleppa því að horfa á sjónvarpið. Ég ætla ekki að nota orkuna í að horfa á þennan leik,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um leik Dana og Frakka í kvöld, sem ræður því hvort Ísland kemst í undanúrslit á EM. 26. janúar 2022 16:30
„Mun garga „Vi er røde vi er hvide“ á hótelganginum“ Eftir tæpa viku í einangrun sneri Bjarki Már Elísson aftur í íslenska handboltalandsliðið þegar það sigraði Svartfjallaland, 24-34, í dag. Bjarki skoraði átta mörk úr átta skotum í leiknum. 26. janúar 2022 16:29
Þráinn Orri: Ætlaði ekki að vera eins og hver annar túristi Þráinn Orri Jónsson kom inn á í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland vann Svartfjalland, 24-34, í lokaleik sínum í milliriðli I í dag. Þráinn kom til móts við íslenska liðið á sunnudaginn og sat allan tímann á bekknum í tapinu fyrir Króatíu, 22-23, á mánudaginn. En hann fékk tækifæri í dag og stóð sig vel. 26. janúar 2022 16:47