Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 15:59 Vilborg Arna Gissurardóttir, segir ofbeldið hafa fengið mikið á sig og styður frásögn annars þolanda. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag. Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag.
Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent