Björgvin má ekki mæta Svartfellingum en skráir sig ekki sem áhorfanda Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 11:57 Björgvin Páll Gústavsson er allt annað en sáttur með mótshaldara í Búdapest. Getty Nú er orðið ljóst að Björgvin Páll Gústavsson þarf að vera áfram í einangrun og má ekki mæta Svartfjallalandi á eftir í leiknum mikilvæga á EM í Búdapest. Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira
Björgvin greindist smitaður af kórónuveirunni síðastliðinn miðvikudag en losnaði úr einangrun fyrir leikinn gegn Króatíu á mánudag og var með í honum. Hann greindist hins vegar aftur með smit í gær og var skikkaður aftur í einangrun, og greindi frá því á samfélagsmiðlum rétt í þessu að hann yrði ekki með gegn Svartfjallalandi. Björgvin bendir á að samkvæmt landslögum í Ungverjalandi sé hann í raun laus úr einangrun en þar sem EHF setur strangari reglur þarf hann að dúsa inni á hótelherbergi vilji hann eiga möguleika á að spila á föstudaginn, ef Ísland kemst í undanúrslit eða leikinn um 5. sæti. pic.twitter.com/h24CB3NXVZ— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022 Björgvin ætlar því ekki að skrá sig af mótinu og mæta sem áhorfandi á leikinn í dag heldur bíða og vona að þátttöku Íslands á EM ljúki ekki í dag. Hann lætur þess getið að hann, þríbólusettur, sé búinn að vera fullfrískur allan tímann í einangruninni. Alls hafa ellefu leikmenn Íslands greinst með kórónuveiruna síðustu vikuna en ekki er útilokað að einhverjir losni úr einangrun fyrir leik í dag, þó að afar stutt sé í leik en hann hefst klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þeir sem hafa greinst eru þeir Björgvin Páll, Elliði Snær Viðarsson, Ólafur Guðmundsson, Elvar Örn Jónsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Arnar Freyr Arnarsson, Janus Daði Smárason, Daníel Þór Ingason og Vignir Stefánsson. Þá greindist sjúkraþjálfarinn Jón Birgir Guðmundsson einnig með veiruna.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Fleiri fréttir Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Sjá meira