Um er að ræða óbreytta stöðu síðan í gær, bæði varðandi fjölda inniliggjandi og fjölda sjúklinga á gjörgæslu.
Á vef Landspítala segir að meðalaldur innlagðra sé 64 ár.
9.439 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.396 börn. Í gær var staðan sú að 9.334 sjúklingar voru í Covid-göngudeild spítalans og þar af 3.366 börn.
Covid-sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 216, en voru 213 í gær
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 375 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.