Möguleikar Íslands í dag: Bænir og nagaðar neglur ef strákarnir okkar vinna Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2022 08:31 Örlögin eru ekki lengur alfarið í höndum Íslendinga eftir grátlegt tap gegn Króötum á mánudaginn. EPA-EFE/Zsolt Szigetvary Ísland gæti enn mögulega orðið Evrópumeistari í handbolta á sunnudaginn en versta mögulega niðurstaða liðsins úr þessu er 9. sæti. Í dag lýkur milliriðlakeppninni og vert að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með). EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Ísland mætir Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins, klukkan 14.30, og aðeins með sigri lifir vonin um að fylgja Dönum í undanúrslit. Íslendingar myndu þá þurfa að biðja bænir og naga neglur fram á kvöld og vona að Danir vinni þá Frakka í leik sem hefst ekki fyrr en klukkan 19.30. Ef að þessi draumur verður að veruleika þá bíður Íslendinga leikur við tvöfalda ríkjandi Evrópumeistara Spánar í undanúrslitum í Búdapest á föstudaginn en Danir myndu þá mæta Svíum. Leikir dagsins: 14.30 Ísland - Svartfjallaland 17.00 Holland - Króatía 19.30 Danmörk - Frakkland Danir eru öruggir um sæti í undanúrslitum en ef þeir tapa gegn Frökkum í kvöld mæta þeir Spánverjum í undanúrslitum. Þjálfari Dana hefur sagst ætla að gefa leikmönnum hvíld í kvöld en ef til vill telja Danir það einhvers virði að mæta frekar Svíþjóð en Spáni á föstudaginn. Staðan í milliriðli I á EM. Innbyrðis úrslit ráða stöðu ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum. En ef að Ísland kemst ekki í undanúrslit þá er ekki hægt að líta framhjá því að árangurinn á EM, miðað við allt sem gengið hefur á, er góður. Auk þess gæti reynst dýrmætt fyrir Ísland að lenda í 3. sæti milliriðilsins, sem er lágmarksárangur ef að Ísland vinnur eða gerir jafntefli við Svartfellinga. Núna gefur fimmta sæti mótsins HM-farseðil Það er nefnilega þannig að á EM eru þrír farseðlar á HM í boði. Danmörk er þegar komin með farseðil sem heimsmeistari, og Svíþjóð og Pólland sem gestgjafar, svo þau lið taka ekki neinn af farseðlunum þremur. Eftir magnaðan sigur Svía á Norðmönnum í gær er því ljóst að leikurinn um 5. sæti skiptir máli, því þar verður þriðji farseðillinn á HM í boði nú þegar tvö lið sem eiga HM-farseðil eru komin í undanúrslit. Noregur mun spila um 5. sætið við liðið sem endar í 3. sæti í milliriðli Íslands, í Búdapest á föstudaginn. Liðin sem ekki tryggja sér farseðil á HM á Evrópumótinu fara í umspil síðar á þessu ári. Heimför ef Ísland tapar Ef að Ísland tapar gegn Svartfjallalandi er liðið úr leik á EM. Ísland gæti þá misst Svartfjallaland upp fyrir sig á innbyrðis úrslitum, og einnig Króata ef þeir vinna Hollendinga í dag, og endað í 4. eða 5. sæti milliriðilsins. Íslandi yrði í þessu tilviki raðað í 7.,8. eða 9. sæti í lokastöðu mótsins, út frá stigasöfnun og markatölu í samanburði við liðin í 4. og 5. sæti í milliriðli II (Ísland gæti ekki endað í 10. sæti því Rússar enduðu í 5. sæti milliriðils II með 3 stig, stigi minna en Ísland er þegar komið með).
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01 Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01 Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14 Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
„Erum persónur og leikendur í leikhúsi fáranleikans“ Þau eru ansi mörg verkefnin sem Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þarf að glíma við á EM og líklega aldrei verið eins krefjandi að stýra liði á stórmóti eins og nú. 26. janúar 2022 08:01
Viktor Gísli bað danskan samherja sinn um hjálp Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður íslenska handboltalandsliðsins, bað danskan samherja sinn hjá GOG um greiða fyrir lokaumferð milliriðils I á EM á morgun. 25. janúar 2022 23:01
Svíar í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu gegn Norðmönnum Svíar eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í handbolta eftir eins marks sigur gegn Norðmönnum í kvöld. Norðmenn voru með yfirhöndina lengst af og komust mest sex mörkum yfir, en Svíar stálu sigrinum á lokasekúndunum. 25. janúar 2022 21:14
Dagur og Bjarni á leið til Búdapest Dagur Gautason, leikmaður Stjörnunnar, hefur verið kallaður til móts við íslenska landsliðið í handbolta, ásamt Bjarna Ófeigi Valdimarssyni, leikmanns Skövde í Svíþjóð. 25. janúar 2022 18:41
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn