Ragnhildur vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. janúar 2022 22:09 Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi. Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur og varabæjarfulltrúi, mun gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar næstkomandi. Þar með hafa þrjú tilkynnt að þau sækist eftir að leiða lista flokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitastjórnarkosningum í vor en auk Ragnhildar hafa Magnús Örn Guðmundsson og Þór Sigurgeirsson tilkynnt um framboð. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ætlar sér að hætta eftir kjörtímabilið. Ragnhildur hefur verið varbæjarfulltrúi frá árinu 2018 og hefur sinnt formennsku í skipulags- og umferðarnefnd, setið í skólanefnd og svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áður sat hún í foreldraráði Leikskóla Seltjarnarness 2015-2017. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið leggur Ragnhildur áherslu á að álögur séu lágar á Nesinu og að þjónusta bæjarins sé framúrskarandi. „Við þurfum að fara vel með skattfé og gæta að því að rekstur bæjarins sé sjálfbær og staða hans sé þannig að við ráðum við sveiflur vegna utanaðkomandi áfalla. Skólarnir á Seltjarnarnesi eiga að vera fyrsta flokks og bærinn á að nýta sér tæknina bæði til sparnaðar og bættrar þjónustu við íbúa“ segir Ragnhildur. Þá eigi Seltjarnanesið að vera grænn og fjölskylduvænn bær og til þess þurfi íþrótta- og æskulýðsstarf að blómstra og félagsstarf eldri borgara að vera líflegt og skemmtilegt. „Það skiptir líka máli að hlúa að umhverfinu og gæta þess að það sé bæði snyrtilegt og fallegt. Okkur á að líða vel í heilbrigðu umhverfi í bæ sem við erum stolt af. Ég boða aukið gagnsæi í ákvarðanatöku og að unnið sé að bættri lýðheilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa á öllum aldri,“ segir hún enn fremur. Auk starfa hennar sem varabæjarfulltrúi hefur Ragnhildur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hefur unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu og eignastýringu, kennslu, skrif og heilsueflingu og setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hún er gift Tryggva Þorgeirssyni, lækni og forstjóra heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health, og eiga þau saman þrjú börn á grunnskólaaldri. Sjálfstæðisflokkurinn Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19 Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Þar með hafa þrjú tilkynnt að þau sækist eftir að leiða lista flokksins á Seltjarnarnesi í komandi sveitastjórnarkosningum í vor en auk Ragnhildar hafa Magnús Örn Guðmundsson og Þór Sigurgeirsson tilkynnt um framboð. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri ætlar sér að hætta eftir kjörtímabilið. Ragnhildur hefur verið varbæjarfulltrúi frá árinu 2018 og hefur sinnt formennsku í skipulags- og umferðarnefnd, setið í skólanefnd og svæðisskipulagsnefnd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Áður sat hún í foreldraráði Leikskóla Seltjarnarness 2015-2017. Að því er kemur fram í tilkynningu um málið leggur Ragnhildur áherslu á að álögur séu lágar á Nesinu og að þjónusta bæjarins sé framúrskarandi. „Við þurfum að fara vel með skattfé og gæta að því að rekstur bæjarins sé sjálfbær og staða hans sé þannig að við ráðum við sveiflur vegna utanaðkomandi áfalla. Skólarnir á Seltjarnarnesi eiga að vera fyrsta flokks og bærinn á að nýta sér tæknina bæði til sparnaðar og bættrar þjónustu við íbúa“ segir Ragnhildur. Þá eigi Seltjarnanesið að vera grænn og fjölskylduvænn bær og til þess þurfi íþrótta- og æskulýðsstarf að blómstra og félagsstarf eldri borgara að vera líflegt og skemmtilegt. „Það skiptir líka máli að hlúa að umhverfinu og gæta þess að það sé bæði snyrtilegt og fallegt. Okkur á að líða vel í heilbrigðu umhverfi í bæ sem við erum stolt af. Ég boða aukið gagnsæi í ákvarðanatöku og að unnið sé að bættri lýðheilsu, líðan og lífsgæðum bæjarbúa á öllum aldri,“ segir hún enn fremur. Auk starfa hennar sem varabæjarfulltrúi hefur Ragnhildur víðtæka og fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu, hefur unnið við rannsóknir og hagspár, efnahagsgreiningu og eignastýringu, kennslu, skrif og heilsueflingu og setið í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hún er gift Tryggva Þorgeirssyni, lækni og forstjóra heilbrigðistæknifyrirtækisins Sidekick Health, og eiga þau saman þrjú börn á grunnskólaaldri.
Sjálfstæðisflokkurinn Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar 2022 Tengdar fréttir Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19 Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45 Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Þór gefur kost á sér í fyrsta sæti á Seltjarnarnesi Þór Sigurgeirsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 23. janúar 2022 22:19
Magnús Örn vill leiða lista Sjálfstæðisflokks á Seltjarnarnesi Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur hefur boðið sig fram í oddvitasætið í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarnarrnesi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið mun fara fram fyrir kosningarnar í febrúar á nýju ári. 16. desember 2021 18:45
Miklar breytingar fram undan Barist verður um eftirsóttar bæjarstjórastöður í sveitarfélögum í kringum Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum að sögn stjórnmálafræðings. Rúmir fimm mánuðir eru til kosninga og línurnar eru farnar að skýrast. 15. desember 2021 09:58