Þjálfari Dana með skelfileg skilaboð fyrir Íslendinga Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 08:01 Örlög Íslendinga eru að stórum hluta í höndum Mathias Gidsel og félaga í danska landsliðinu. Gidsel er þó líklegur til að fá að hvíla sig á morgun eftir að hafa verið magnaður í sóknarleik Dana á mótinu. EPA-EFE/Tibor Illyes Íslendingar liggja á bæn um sæti í undanúrslitum á EM í handbolta en til þess þarf þjóðin hjálp frá sínum gamla drottnara, Danmörku. Þjálfara Dana virðist hjartanlega sama um það. Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Danmörk hefur verið besta lið mótsins til þessa og unnið alla sína leiki sem þýðir að liðið hefur þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum á EM. Spurningin er hvort að Frakkland eða Ísland fylgi liðinu upp úr milliriðli 1. Það ræðst á morgun. Ísland þarf að vinna Svartfjallaland og treysta á að Frakkland tapi svo gegn Danmörku um kvöldið. Ef að Ísland vinnur sinn leik hafa Danir því mikið um það að segja hvort að Íslendingar eða Frakkar fylgi þeim áfram en Nikolaj Jacobsen, þjálfari Dana, er lítið að velta því fyrir sér. „Mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn“ „Við reynum að mæta og spila góðan leik á miðvikudaginn. En stærsti fókusinn núna er á að vera með ferska leikmenn á föstudaginn [í undanúrslitunum]. Það er mikilvægasti leikur okkar núna,“ sagði Jacobsen við Jyllands-Posten. „Ég mun alveg örugglega hvíla nokkra leikmenn og við verðum að sjá til hverjir þurfa á hvíld að halda og hverjir ekki,“ sagði Jacobsen. Nikolaj Jacobsen vill fyrst og fremst vera með sem ferskast lið í undanúrslitunum á föstudaginn.EPA-EFE/Tibor Illyes Þjálfarinn hefur fyrr í mótinu beitt sömu aðferðum því hann hvíldi lykilmenn í síðasta leik riðlakeppninnar, gegn Norður-Makedóníu, þegar Danmörk hafði þegar tryggt sér sigur í sínum riðli. Það er huggun harmi gegn að Danir eiga marga góða leikmenn og Mathias Gidsel, sem lék Íslendinga grátt, lofar því að enginn ætli að láta Frakka valta yfir sig: „Við verðum að sjá til hvort að ég spili. En það er alveg öruggt að Danmörk fer aldrei inn á völlinn til þess að tapa handboltaleik. Hvort sem að það verður ég eða einhverjir aðrir sem að spila þá verðum við með mjög gott lið sem Frakkar geta ekkert vaðið yfir,“ sagði Gidsel.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15 EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30 Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40 Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00 Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Danmörk er Íslands eina von eftir sigur Frakklands Frakkland hefndi fyrir tapið gegn Íslandi og stökk upp í annað sæti milliriðils 1 á Evrópumótinu í handbolta með níu marka sigri á Svartfjallalandi í kvöld, lokatölur 36-27. 24. janúar 2022 21:15
EM-hlaðvarp Seinni bylgjunnar: „Fannst vanta smá greddu þarna í lokin“ Stefán Árni Pálsson, Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson fóru yfir grátlegt tap Íslands gegn Króatíu á Evrópumótinu í handbolta í dag. 24. janúar 2022 23:30
Skýrsla Henrys: Leikur hinna glötuðu tækifæra Svo svekkjandi. Svo hrikalega svekkjandi. Samt svo mikið stolt yfir því hvað þessir drengir eru að afreka við hrikalega erfiðar aðstæður í Búdapest. 24. janúar 2022 17:40
Twitter yfir grátlegu tapi Íslands: „Króatía hefur mölvað í mér hjartað oft áður“ Íslenska landsliðið í handbolta mátti þola grátlegt eins marks tap í milliriðli Evrópumótsins í dag. Lokatölur 23-22 Króatíu í vil. 24. janúar 2022 17:00