Lögreglumaður fær ekkert eftir að staða hans var auglýst vegna ítrekaðra kvartana Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2022 13:22 Allir samstarfsmenn lögreglumannsins kvörtuðu til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af rúmlega 140 milljóna króna kröfu lögreglumanns eftir að skipun hans var ekki framlengd og staða hans auglýst laus til umsóknar. Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður. Lögreglan Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira
Í dómnum segir að maðurinn hafi starfað sem lögreglumaður í um 35 ár, síðast hjá embætti lögreglustjórans á Vesturlandi. Skipunartími hans hafði verið framlengdur um fimm ár árið 2015, en árið 2019 var honum tilkynnt að skipun hans yrði ekki framlengd á nýjan leik. Samstarfsfólk hans hafði þá ítrekað kvartað yfir framkomu hans og vegna samstarfsörðugleika hafi verið ákveðið að auglýsa stöðu hans lausa til umsóknar. Vildi lögreglumaðurinn meina að sú ákvörðun hafi verið ólögleg. Auk þess fór hann fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur. Langur aðdragandi Í dómnum segir að ákvörðun lögreglustjóra hafi átt sér langan aðdraganda og byggði á samskiptaörðugleikum mannsins og annarra starfsmanna embættisins. Höfðu yfirmenn embættisins átt ítrekuð samtöl við manninn vegna þessa. Þannig höfðu til dæmis tvær lögreglukonur kvartað yfir framkomu mannsins og sagt hann gera lítið úr þeim og talað niður til þeirra. Þá kvörtuðu allir samstarfsmenn lögreglumannsins við embætti lögreglustjórans á Vesturlandi til fagráðs lögreglu í byrjun júní 2019, vegna framkomu mannsins í þeirra garð. Málefnaleg sjónarmið „Í ljósi þess sem að framan er rakið verður ekki annað séð en að málefnaleg sjónarmið hafi legið að baki þeirri ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa umrætt embætti lögreglumanns laust til umsóknar. Lá að baki henni löng saga samstarfsörðugleika stefnanda við samstarfsmenn sína sem yfirmenn embættisins höfðu rætt ítrekað við stefnanda yfir langt tímabil og gert honum grein fyrir. Ekkert liggur fyrir um að lögreglustjórinn hafi reynt að koma sér hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð við meðferð málsins eða að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst er ákvörðun var tekin. Er það niðurstaða dómsins að sú ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að auglýsa það embætti sem stefnandi hafði gegnt laust til umsóknar hafi verið tekin á grundvelli skýrrar lagaheimildar og ekki liggi annað fyrir um það í málinu en að hún hafi verið byggð á málefnalegum sjónarmiðum,“ segir í dómnum. Dómari í málinu þótti rétt að málskostnaður myndi falla niður.
Lögreglan Dómsmál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Fleiri fréttir Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Sjá meira