Á ekkert skylt við egódrifna hugmyndafræði Forlagið 24. janúar 2022 10:05 „Þetta er bók fyrir þá sem vilja eiga innihaldsríkara líf en ekki bara stærra hús eða meiri peninga,“ segir Ingvar Jónsson, höfundur bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PPC markþjálfi hefur sent frá sér endurútgáfu bókarinnar Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur. Bókin kom fyrst út árið 2018 og hefur verið uppseld síðan 2019. Nýja útgáfan er 25% efnismeiri en sú fyrri og ríkulega myndskreytt af kanadíska listamanninum Jim Ridge. Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er bók vikunnar á Vísi. „Ég fylgdi fyrri útgáfunni eftir með fjölda námskeiða og fékk þannig mjög góða endurgjöf á upplifun fólks af bókinni. Það má segja að nýja útgáfan sé allt önnur bók,“ segir Ingvar. „Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er eins „óamerísk“ og hugsast getur fyrir það fyrsta og alls ekki byggð á hégóma-eða egódrifinni hugmyndafræði um markmiðasetningu. Þessi orð, „markmið“ og „markmiðasetning“ hafa yfir sér neikvæða áru, sem er ekki skrítið þar sem rannsóknir sýna að einungis 8% þeirra sem setja sér markmið ná þeim og undir 10 % fólks setur sér skrifleg markmið á lífsleiðinni og enn færri notast við einhverskonar sannreynda aðferðarfærði. Hugmyndafræði markmiðasetningar hefur hingað til að mestu einkennst af kapítalískum hugsunarhætti, meiri peninga, meiri völd, að skara fram úr, vera best/ur en í þessari bók er hugmyndafræðin byggð á setja sér markmið á heildstæðari forsendum. Þetta er bók fyrir þá sem vilja eiga innihaldsríkara líf en ekki bara stærra hús eða meiri peninga,“ útskýrir Ingvar. Hann segir markvissa undirbúningsvinnu nauðsynlega áður en markmið eru sett og í raun lykilforsenda þess að ná árangri í stað þess að gefast upp eina ferðina enn. „Við skráum okkur ekki í maraþonhlaup á morgun án undirbúnings eða æfinga og eins þarf ákveðinn ramma og sjálfsskoðun svo forsendurnar fyrir markmiðasetningu kveiki neista, vilja og löngun lesandans til að ná markmiðum sínum. Með lestri bókarinnar öðlast fólk nauðsynlega þekkingu til þess að geta sett sér markmið á eigin forsendum sem eru skýr, hvetjandi, hafa skýran tilgang og eru laus við meðvirkni,“ segir Ingvar. Spurningar sem við spyrjum okkur við markmiðasetninguJim Ridge Bókinni er skipt upp í þrjá vikulanga hluta þar sem hver kafli býr lesandann undir þann næsta. Fyrsta vikan gengur út á að skilja raunstöðuna eins og hún er og horfast í augu við sjálfan sig til að fá skýran upphafspunkt. „Þegar við skiljum hvar við erum, hver við erum og hvað við höfum fáum við skýrari sýn á hvernig við getum brúað bilið milli raunveruleikans og þess sem við viljum að verði okkar veruleiki,“ segir Ingvar. „Í öðrum hluta er farið í að efla tilfinninga,- samskipta- og sjálfsþekkingargreind lesandans. Að skilja hvernig við hugsum og hvernig ótti, flótti og sársauki drífur of oft ákvarðanatökur okkar þegar mun mikilvægara er að leita uppi ástríðuna fyrir því að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Ef við gúgglum markmiðasetningu koma upp 32 milljónir niðurstaðna og 95% þeirra byggja á sömu aðferðafræði þar sem hvorki er tekið tillit til tilfinninga eða sjálfsþekkingar. Mín reynsla er sú að þegar við náum að vinna með þessa þætti samhliða, margfaldast líkurnar á árangri því þá finnum við innra með okkur ástríðu og þrautseigju til þess að halda áfram, einnig í mótvindi,“ útskýrir Ingvar og tekur sem dæmi markmið sem við þekkjum ansi mörg. „Drifkraftur margra sem fara til dæmis í megrun er sársaukinn, að vilja komast út úr aðstæðunum sem orsakar vanlíðan. En um leið og kílóum fækkar minnkar sársaukinn, sem var sá drifkraftur sem kom okkur af stað. Þar með aukast líkurnar á að við gefumst upp og endum jafnvel á verri stað en í upphafi. Forsenda staðfestunnar og viðvarandi árangurs felst í því að gefa sér góðan tíma í að einblína á hvað verður betra þegar markmiðinu er náð því þá upplifir maður þann drifkraft aukast samhliða því að það fjarar undan sársaukanum. Þannig upplifum við vaxandi sigurtilfinningu með auknum árangri sem margfaldar líkurnar á því að ná alla leið í stað þess að gefast upp á miðri leið.“ Ertu vinur þinn eða eigin böðull?Jim Ridge Þriðji hluti bókarinnar gengur síðan út á framkvæmdina. „Það er engin ein ríkisleið að markmiðasetningu því það hafa ekki allir sömu sýn á hvernig árangur lítur út. Mikilvægast er að vera trúr sjálfum sér en setja sér ekki markmið út frá einhverju sem öðrum finnst eða aðrir afrekuðu, reyna til dæmis ekki að feta í fótspor foreldra eða viðhalda fjölskylduhefðum. Meðvirkni hefur talsvert meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir og er einn stærsti skaðvaldurinn í þessari vinnu. Í bókinni eru ríflega sextíu greinargóðar leiðbeiningar og útskýringar á myndmáli eftir Jim Ridge en við höfum haldið námskeið saman víða um heiminn um árabil.“ Ingvar tekur fram að þær aðferðir og verkefni sem eru í bókinni eru ekki byggðar á persónulegum skoðunum heldur á traustum fræðilegum grunni í bland við endurgjöf og reynslu hans af tæplega 3.000 klukkustunda markþjálfun ólíkra einstaklinga úr öllum lögum þjóðfélagsins. Sjálfsþekking og sjálfsvitund er forsenda vaxtar á svo mörgum sviðumJim Ridge „Gegnum vinnu mína hef ég borið kennsl á ákveðin hegðunarmunstur sem ég nýti í efnistök bókarinnar auk samansafns margra verkefna sem hafa reynst fólki best gegnum tíðina. Þetta er ekki bók sem við lesum í einum rykk heldur vinnum okkur í gegnum, einn dag í einu. Titillinn gefur einnig til kynna að það er enginn lokapunktur. Við upplifum öll að fara upp og niður brekkur í lífinu og galdurinn á bak við persónulegan vöxt og þroska er þegar við lærum að nýta misgengi okkar til að víkka viðhorf okkar og aukna þekkingu til þess að sigrast á erfiðleikum og óvæntum áskorunum, aftur og aftur! Sjálfur er ég staddur í langri brekku um þessar mundir en ég gekk nýlega í gengum lifrarskipti og er að jafna mig eftir þá aðgerð. Lífið hendir í mann óvæntum og stundum ótrúlegustu verkefnum sem verða til þess að maður er sendur aftur á byrjunarreit á mörgum sviðum. Og þar hefur bókin hjálpað mér að takast á við þessar óþekktu áskoranir og haldið viðhorfi mínu lausnamiðuðu flestum stundum. Ég veit og þekki vel á eigin skinni að það koma alltaf dagar og vikur þar sem nóttin virðist gleyma að hleypa deginum að. Þá er gott að minna mig á að það er á mína ábyrgð og í mínum verkahring að leita ljóssins – ekki annarra,“ segir Ingvar að lokum. Menning Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Ég fylgdi fyrri útgáfunni eftir með fjölda námskeiða og fékk þannig mjög góða endurgjöf á upplifun fólks af bókinni. Það má segja að nýja útgáfan sé allt önnur bók,“ segir Ingvar. „Sigraðu sjálfan þig aftur og aftur er eins „óamerísk“ og hugsast getur fyrir það fyrsta og alls ekki byggð á hégóma-eða egódrifinni hugmyndafræði um markmiðasetningu. Þessi orð, „markmið“ og „markmiðasetning“ hafa yfir sér neikvæða áru, sem er ekki skrítið þar sem rannsóknir sýna að einungis 8% þeirra sem setja sér markmið ná þeim og undir 10 % fólks setur sér skrifleg markmið á lífsleiðinni og enn færri notast við einhverskonar sannreynda aðferðarfærði. Hugmyndafræði markmiðasetningar hefur hingað til að mestu einkennst af kapítalískum hugsunarhætti, meiri peninga, meiri völd, að skara fram úr, vera best/ur en í þessari bók er hugmyndafræðin byggð á setja sér markmið á heildstæðari forsendum. Þetta er bók fyrir þá sem vilja eiga innihaldsríkara líf en ekki bara stærra hús eða meiri peninga,“ útskýrir Ingvar. Hann segir markvissa undirbúningsvinnu nauðsynlega áður en markmið eru sett og í raun lykilforsenda þess að ná árangri í stað þess að gefast upp eina ferðina enn. „Við skráum okkur ekki í maraþonhlaup á morgun án undirbúnings eða æfinga og eins þarf ákveðinn ramma og sjálfsskoðun svo forsendurnar fyrir markmiðasetningu kveiki neista, vilja og löngun lesandans til að ná markmiðum sínum. Með lestri bókarinnar öðlast fólk nauðsynlega þekkingu til þess að geta sett sér markmið á eigin forsendum sem eru skýr, hvetjandi, hafa skýran tilgang og eru laus við meðvirkni,“ segir Ingvar. Spurningar sem við spyrjum okkur við markmiðasetninguJim Ridge Bókinni er skipt upp í þrjá vikulanga hluta þar sem hver kafli býr lesandann undir þann næsta. Fyrsta vikan gengur út á að skilja raunstöðuna eins og hún er og horfast í augu við sjálfan sig til að fá skýran upphafspunkt. „Þegar við skiljum hvar við erum, hver við erum og hvað við höfum fáum við skýrari sýn á hvernig við getum brúað bilið milli raunveruleikans og þess sem við viljum að verði okkar veruleiki,“ segir Ingvar. „Í öðrum hluta er farið í að efla tilfinninga,- samskipta- og sjálfsþekkingargreind lesandans. Að skilja hvernig við hugsum og hvernig ótti, flótti og sársauki drífur of oft ákvarðanatökur okkar þegar mun mikilvægara er að leita uppi ástríðuna fyrir því að ná þeim markmiðum sem við setjum okkur. Ef við gúgglum markmiðasetningu koma upp 32 milljónir niðurstaðna og 95% þeirra byggja á sömu aðferðafræði þar sem hvorki er tekið tillit til tilfinninga eða sjálfsþekkingar. Mín reynsla er sú að þegar við náum að vinna með þessa þætti samhliða, margfaldast líkurnar á árangri því þá finnum við innra með okkur ástríðu og þrautseigju til þess að halda áfram, einnig í mótvindi,“ útskýrir Ingvar og tekur sem dæmi markmið sem við þekkjum ansi mörg. „Drifkraftur margra sem fara til dæmis í megrun er sársaukinn, að vilja komast út úr aðstæðunum sem orsakar vanlíðan. En um leið og kílóum fækkar minnkar sársaukinn, sem var sá drifkraftur sem kom okkur af stað. Þar með aukast líkurnar á að við gefumst upp og endum jafnvel á verri stað en í upphafi. Forsenda staðfestunnar og viðvarandi árangurs felst í því að gefa sér góðan tíma í að einblína á hvað verður betra þegar markmiðinu er náð því þá upplifir maður þann drifkraft aukast samhliða því að það fjarar undan sársaukanum. Þannig upplifum við vaxandi sigurtilfinningu með auknum árangri sem margfaldar líkurnar á því að ná alla leið í stað þess að gefast upp á miðri leið.“ Ertu vinur þinn eða eigin böðull?Jim Ridge Þriðji hluti bókarinnar gengur síðan út á framkvæmdina. „Það er engin ein ríkisleið að markmiðasetningu því það hafa ekki allir sömu sýn á hvernig árangur lítur út. Mikilvægast er að vera trúr sjálfum sér en setja sér ekki markmið út frá einhverju sem öðrum finnst eða aðrir afrekuðu, reyna til dæmis ekki að feta í fótspor foreldra eða viðhalda fjölskylduhefðum. Meðvirkni hefur talsvert meiri áhrif á okkur en við gerum okkur grein fyrir og er einn stærsti skaðvaldurinn í þessari vinnu. Í bókinni eru ríflega sextíu greinargóðar leiðbeiningar og útskýringar á myndmáli eftir Jim Ridge en við höfum haldið námskeið saman víða um heiminn um árabil.“ Ingvar tekur fram að þær aðferðir og verkefni sem eru í bókinni eru ekki byggðar á persónulegum skoðunum heldur á traustum fræðilegum grunni í bland við endurgjöf og reynslu hans af tæplega 3.000 klukkustunda markþjálfun ólíkra einstaklinga úr öllum lögum þjóðfélagsins. Sjálfsþekking og sjálfsvitund er forsenda vaxtar á svo mörgum sviðumJim Ridge „Gegnum vinnu mína hef ég borið kennsl á ákveðin hegðunarmunstur sem ég nýti í efnistök bókarinnar auk samansafns margra verkefna sem hafa reynst fólki best gegnum tíðina. Þetta er ekki bók sem við lesum í einum rykk heldur vinnum okkur í gegnum, einn dag í einu. Titillinn gefur einnig til kynna að það er enginn lokapunktur. Við upplifum öll að fara upp og niður brekkur í lífinu og galdurinn á bak við persónulegan vöxt og þroska er þegar við lærum að nýta misgengi okkar til að víkka viðhorf okkar og aukna þekkingu til þess að sigrast á erfiðleikum og óvæntum áskorunum, aftur og aftur! Sjálfur er ég staddur í langri brekku um þessar mundir en ég gekk nýlega í gengum lifrarskipti og er að jafna mig eftir þá aðgerð. Lífið hendir í mann óvæntum og stundum ótrúlegustu verkefnum sem verða til þess að maður er sendur aftur á byrjunarreit á mörgum sviðum. Og þar hefur bókin hjálpað mér að takast á við þessar óþekktu áskoranir og haldið viðhorfi mínu lausnamiðuðu flestum stundum. Ég veit og þekki vel á eigin skinni að það koma alltaf dagar og vikur þar sem nóttin virðist gleyma að hleypa deginum að. Þá er gott að minna mig á að það er á mína ábyrgð og í mínum verkahring að leita ljóssins – ekki annarra,“ segir Ingvar að lokum.
Menning Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira