Mótmæltu aðgerðum stjórnvalda í friðargöngu Árni Sæberg skrifar 23. janúar 2022 23:30 Söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir tók lagið fyrir mótmælendur. Stöð 2/Bjarni Alþjóðleg friðarganga var haldin í miðbænum í dag á vegum samtakanna Frelsis og ábyrgðar. Þau samtök hafa gert margvíslega athugasemdir við framkvæmdir stjórnvalda í málefnum faraldursins, meðal annars við bólusetningu barna. Á meðal þeirra sem tóku til máls er Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem hefur áður boðað til mótmæla vegna bólusetninga barna í gegnum samfélagsmiðla. Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Það virðist vera komin hreyfing á málefni faraldursins hér innanlands, eftir að málin þróuðust einfaldlega miklu betur á Landspítalanum en bjartsýnustu spár um innlagnir gerðu ráð fyrir þegar gildandi samkomutakmarkanir voru hertar. Yfirlæknir á Landspítala greindi frá því núna síðdegis að enginn sem hafi þegið örvunarskammt hafi þurft að leggjast inn á gjörgæslu í faraldrinum. Bólusetningar skipta þannig sköpum - og gera það áfram ef við ætlum að feta í fótspor sumra nágrannalanda okkar og setja upp afléttingaráætlun fyrir næsta mánuð. En við virðumst síðan einnig vera að feta í fótspor nágrannalanda okkar að því leyti að hér eru tiltölulega fjölmenn covid-mótmæli orðin að reglulegum viðburði. Fréttamaður kíkti niður á Austurvöll í dag og tók nokkra mótmælendur tali, þar á meðal áðurnefnda Ágústu Evu. Bólusetningar, ertu á móti þeim? „Ekki svo ég viti til, en ég er á móti því sem er í gangi,“ sagði hún. „Við höfum mörg hver ákveðnar efasemdir um að þessi nálgun sem er búin að vera í þessu máli sé endilega sú eina rétta,“ segir einn mótmælenda. Annar mótmælandi furðaði sig á því að fjölmiðlar skyldu mæta á mótmælin. Ertu ánægð með að við mætum? „Já, það er kominn tími til að þjóðin fari að vakna. Þetta er ótrúlegt, við höfum verið blekkt,“ segir hann. Þá fullyrti annar að bóluefni virkuðu einfaldlega ekki líkt og lofað hafði verið. Hann játti þó að þau veittu ákveðna vörn. „Það þurfa ekki allir þessa vörn, það er bara hluti. Af hverju er verið að auglýsa þetta fyrir alla?“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira