Skýrsla Henrys: Eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2022 20:46 Strákarnir okkar fagna ógurlega eftir leik í kvöld. vísir/getty Við skulum bara viðurkenna það. Við áttum öll von á franskri flengingu í kvöld. Skiljanlega reyndar miðað við áföllin hjá strákunum okkar. Lærdómur kvöldsins er að afskrifa ALDREI strákana okkar. Sama hver spilar. Það eru átta lykilleikmenn fjarverandi. Það á eiginlega ekki að vera hægt að vinna Ólympíumeistara Frakka með þennan leikmannahóp. En svona eru íþróttirnar yndislegar. Á endanum fengu Frakkarnir flengingu. Þá stærstu í EM-sögu þeirra. Þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar! Þetta leikplan sem Guðmundur Guðmundsson hefur sett upp er ótrúlegt og verður líklega geymt á safni í framtíðinni. Það er alveg sama hver spilar. Allir blómstra. Ég er nánast farinn að trúa því að það myndi ganga upp með mig á vellinum. Þetta er það skothelt plan. Hver er þessi Ómar Ingi? sagði fólk og gerði grín að vali á íþróttamanni ársins um áramótin. Í kvöld vita allir hver hann er og af hverju hann var verðskuldað kjörinn íþróttamaður ársins. Fyrstu 30 mínútur leiksins hjá honum voru einhverjar bestu 30 mínútur landsliðsmanns frá upphafi. Átta mörk, þrjár stoðsendingar og gerði látlaust grín að stórkostlegum varnarmönnum Frakka sem vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Drengurinn er algjörlega ótrúlegur. Þetta var svo sannarlega kvöld örvhentra því Viggó Kristjánsson var einnig stórkostlegur. Tók seinni hálfleikinn yfir og fullkomnaði niðurlægingu Frakka er hann „greiddi“ franska markverðinum. Unun á að horfa. Svo fæddist stjarna í líki Viktors Gísla Hallgrímssonar. Eftir að hafa ekki getað neitt gegn Dönum mætti hann á dúkinn í kvöld og át Frakkana. 43 prósent varsla og þvílíkir boltar. Þetta er alvöru karakter. Talandi um karaktera. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson er algjörlega dásamlegur. Mætti bara og skilaði níu stoppum, tveimur stolnum, einu vörðu skoti og fjórum skoruðum mörkum á milli þess sem hann pirraði Frakkana látlaust. Það er svo gaman að sjá pirraða Frakka. Þvílíkur meistari. Frábær með Ými í vörninni og mikið djöfull held ég að það sé leiðinlegt að spila á móti þeim. Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá líklega best spilaða leik landsliðsins frá upphafi. Hann var gegn Frökkum í Bördelandhalle í Magdeburg. Þar var allt undir og Ísland brilleraði. Ég var í Magdeburg þetta fræga kvöld árið 2007 og það var ógleymanleg stund. Þar var öll höllin að styðja Ísland þar sem Alfreð Gíslason er kóngurinn i borginni og þeir Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu allir spilað með liðinu. Í Búdapest í kvöld gerðist svipaður hlutur því áhorfendur gátu ekki annað en dáðst að íslenska liðinu og hvatt það. Við eyðilögðum veislu Ungverjanna en meira að segja þeir hvöttu íslenska liðið til dáða. Íslensku áhorfendurnir voru frábærir, þó fáir séu eftir, og náðu höllinni með sér. Það var ítrekuð gæsahúð að sitja þarna og fylgjast með stemningunni sem var öll með Íslandi. Þetta kvöld í Búdapest er eitt af þessum handboltakvöldum sem íslenska þjóðin mun aldrei gleyma. Rétt eins og leiknum 2007 og leiknum við Spánverja á ÓL 2008. Í kvöld var skrifaður stór og merkur kafli í íslenska handboltasögu. Það voru forréttindi að verða að vitni að þessu. Þarf Icelandair ekki að athuga að henda í aðra Covid-ferð á EM? Það er nefnilega eitthvað í loftinu. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Það eru átta lykilleikmenn fjarverandi. Það á eiginlega ekki að vera hægt að vinna Ólympíumeistara Frakka með þennan leikmannahóp. En svona eru íþróttirnar yndislegar. Á endanum fengu Frakkarnir flengingu. Þá stærstu í EM-sögu þeirra. Þetta er án nokkurs vafa eitt stærsta íþróttaafrek Íslandssögunnar! Þetta leikplan sem Guðmundur Guðmundsson hefur sett upp er ótrúlegt og verður líklega geymt á safni í framtíðinni. Það er alveg sama hver spilar. Allir blómstra. Ég er nánast farinn að trúa því að það myndi ganga upp með mig á vellinum. Þetta er það skothelt plan. Hver er þessi Ómar Ingi? sagði fólk og gerði grín að vali á íþróttamanni ársins um áramótin. Í kvöld vita allir hver hann er og af hverju hann var verðskuldað kjörinn íþróttamaður ársins. Fyrstu 30 mínútur leiksins hjá honum voru einhverjar bestu 30 mínútur landsliðsmanns frá upphafi. Átta mörk, þrjár stoðsendingar og gerði látlaust grín að stórkostlegum varnarmönnum Frakka sem vissu ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga. Drengurinn er algjörlega ótrúlegur. Þetta var svo sannarlega kvöld örvhentra því Viggó Kristjánsson var einnig stórkostlegur. Tók seinni hálfleikinn yfir og fullkomnaði niðurlægingu Frakka er hann „greiddi“ franska markverðinum. Unun á að horfa. Svo fæddist stjarna í líki Viktors Gísla Hallgrímssonar. Eftir að hafa ekki getað neitt gegn Dönum mætti hann á dúkinn í kvöld og át Frakkana. 43 prósent varsla og þvílíkir boltar. Þetta er alvöru karakter. Talandi um karaktera. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson er algjörlega dásamlegur. Mætti bara og skilaði níu stoppum, tveimur stolnum, einu vörðu skoti og fjórum skoruðum mörkum á milli þess sem hann pirraði Frakkana látlaust. Það er svo gaman að sjá pirraða Frakka. Þvílíkur meistari. Frábær með Ými í vörninni og mikið djöfull held ég að það sé leiðinlegt að spila á móti þeim. Í dag eru nákvæmlega 15 ár frá líklega best spilaða leik landsliðsins frá upphafi. Hann var gegn Frökkum í Bördelandhalle í Magdeburg. Þar var allt undir og Ísland brilleraði. Ég var í Magdeburg þetta fræga kvöld árið 2007 og það var ógleymanleg stund. Þar var öll höllin að styðja Ísland þar sem Alfreð Gíslason er kóngurinn i borginni og þeir Ólafur Stefánsson, Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason höfðu allir spilað með liðinu. Í Búdapest í kvöld gerðist svipaður hlutur því áhorfendur gátu ekki annað en dáðst að íslenska liðinu og hvatt það. Við eyðilögðum veislu Ungverjanna en meira að segja þeir hvöttu íslenska liðið til dáða. Íslensku áhorfendurnir voru frábærir, þó fáir séu eftir, og náðu höllinni með sér. Það var ítrekuð gæsahúð að sitja þarna og fylgjast með stemningunni sem var öll með Íslandi. Þetta kvöld í Búdapest er eitt af þessum handboltakvöldum sem íslenska þjóðin mun aldrei gleyma. Rétt eins og leiknum 2007 og leiknum við Spánverja á ÓL 2008. Í kvöld var skrifaður stór og merkur kafli í íslenska handboltasögu. Það voru forréttindi að verða að vitni að þessu. Þarf Icelandair ekki að athuga að henda í aðra Covid-ferð á EM? Það er nefnilega eitthvað í loftinu.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira