Kæmi Kára ekki á óvart ef innan skamms yrði hætt að beita einangrun og sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 13:35 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það muni ekki sér á óvart ef að innan skamms verði hætt að beita sóttkví og einangrun til að hemja kórónuveirufaraldurinn. Ómíkronafbrigðið valdi annars konar sjúkdómi en önnur afbrigði veirunnar. Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kára í Vikulokunum á Rás 1 í dag. Þar hófst umræðan um smitvarnir á EM í handbolta sem nú fer fram í Ungverjalandi. Þar hefur veiran leikið mörg lið grátt, þar á meðal hið íslenska. Kári kom reyndar mótshöldurum í Ungverjalandi til varnar, illmögulegt væri að verjast smitnæmi ómíkronafbrigðisins. Talið barst að þeim leikmönnum íslenska landsliðsins sem hafa þurft að fylgjast með landsliðinu úr hótelherberginu, eftir að þeir greindust með veiruna. Sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, að þeir væru allir fullfrískir. Sagði Kári þá að það hafi vel mátt vera að þeir hefðu getað spilað. „Omíkron veldur ekki Covid-19, það veldur annars konar sjúkdómi,“ sagði Kári ástæðuna vera fyrir því. Sér fyrir sér að einangrun og sóttkví leggist af Sigríður Dögg Auðunsdóttir, stjórnandi þáttarins, greip þessa staðhæfingu á lofti og spurði þá Kára hvort að það þýddi að stjórnvöld hér á landi væri á villigötum með því að hafa sett á strangar samkomutakmarkanir. Kári kvað þó svo ekki vera, deltaafbrigðið væri enn að leika lausum hala hér. „Nei, við erum ekki á neinum villigötum. Við höfum verið að greina um fimmtíu manns á dag með deltaafbrigðið. Þó svo að ómíkronafbrigðið sé ráðandi í dag hjá okkur, sé svona 90-95 prósent af þeim sen sýkjast þá erum við að greina yfir þúsund á dag og af þeim eru í kringum fimmtíu með deltaafrigðið sem er mjög illvígt. Ég held að við höfum verið að feta svona milliveg sem er nokkuð skynsamur,“ sagði Kári. Sagðist Kári þó telja að ástæða væri til að endurskoða aðgerðir stjórnvalda til að hemja veiruna. „Ég held að við höfum verið mjög heppin með það hvernig við höfum höndlað þetta fram til dagsins í dag en þetta er að breytast og gögnin sýna okkur að við höfum fulla ástæðu til þess að endurskipuleggja þetta. Ég yrði ekkert hissa á því að innan skamms tíma þá yrði hætt að nota sóttkví og einangrun, eða að minnsta kosti nota það mjög lítið,“ sagði Kári. Engin einföld lausn þó til Velti hann því upp hvort að smitrakning ætti bara að vera framkvæmd á þeim sem greinast með deltaafbrigðið, en hann bætti þó við að það væri ekki svo einfalt. „Það má til dæmis gera sér í hugarlund að það væri skynsamlegt að vera með smitrakningu hjá öllum sem smitast með delta en ekki öðrum afbrigðum en þá ferðu að lenda í vandræðum hversu marga ætlarðu að skima, ætlarðu að skima áfram fimm þúsund manns á dag, tíu þúsund manns á dag? Eða ef þú færir niður í að skima segjum tíu sinnum minna og fara niður í fimm hundruð til þúsund, þá missurðu að flestum deltaafrigðunum sem koma. Þannig að þetta er flókið. Það er engin einföld lausn,“ sagði Kári. Aðspurður um hvort að hann hefði einhverjar ráðleggingar til kollega síns, Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sagði Kári svo ekki vera. „Ég er svo heppinn að ég er ekki sóttvarnalæknir þess vegna þarf ég ekki að gefa ráðleggingar sem sóttvarnalæknir og þess vegna ætla ég ekki að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira