Ekkert ferðaveður fram á kvöld Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 07:34 Vindaspáin á hádegi í dag. Veðurstofan Appelsínugul viðvörun vegna veðurs er í gildi til klukkan sex í kvöld á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið. Veður Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að ekkert ferðaveður sé á þessum slóðum. Búast megi við suðvestan 20-28 m/s og slyddu eða snjókomu. Vindhviður staðbundið geti farið yfir 40 m/s. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum, með öðrum orðum, ekkert ferðaveður. Gul viðvörun vegna veðurs er einnig í gildi á Faxaflóa og á hálendinu. Við Faxaflóa má búast við suðvestan 18-25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll. Einnig má búast við snjókomu eða slyddu á fjallvegum. Reiknað er með að afmarkaðar samgöngutruflanir séu líklegar. Á hálendinu má reikna með suðvestan 20-28 m/s, hvassast norðan jökla. Snjókoma og síðar él með lélegu skyggni. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands kemur fram að kalt loft frá Grænlandi sæki nú að landi og að það kólni smám saman næstu daga. Staðan á hádegi í dag.Veðurstofan Kuldanum fylgir óstöðugt loft á Grænlandssundi en hæð yfir Írlandi veldur háum þrýstimismuni, eða þrýstibratta yfir landinu sem viðheldur hvassviðri þar til seint á morgun. Í dag og á morgun er útlit fyrir snarpa suðvestanátt víðast hvar á landinu og éljaveður, en þurrt að kalla austan og suðaustanlands. Þá er útlit fyrir hríð á fjallvegum, einkum norðvestantil og snarpar vindhviður til fjalla á norðanverðu landinu fram eftir degi. Í kvöld bætir í úrkomu um tíma á Suður og Suðausturlandi, rigningu eða slyddu, en líklega snjókomu vestan Þjórsár, þessi úrkomubakki hrekst til suðausturs í nótt, og við tekur éljaloft í kjölfarið. Á mánudag er hins vegar útlit fyrir skaplegra veður, bæði hægviðrasamari og kaldari. Veðurhorfur á landinu Suðvestan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil. Allvíða él en úrkomulítið um landið austanvert. Dregur smám saman úr vindi síðdegis en bætir heldur í úrkomu á sunnanverðu landinu undir kvöld. Hiti 2 til 6 stig norðan og austantil annars um eða rétt yfir frostmarki. Kólnar víðst hvar seint í dag. Suðvestan og vestan 10-18 m/s á morgun með éljahryðjum um landið vestanvert en áfram þurrt austantil á landinu. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s, hvassast til fjalla. Él en úrkomulítið um landið austanvert. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Á mánudag: Fremur hæg suðvestlæg átt, skýjað með köflum og frost 0 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu sunnan og vestanlands um kvöldið og hlýnar en austlægari og snjókoma á Vestfjörðum. Á þriðjudag: Hvöss suðvestlæg átt með rigningu og síðar slyddu en norðvestlæg átt og snjókoma síðdegis. Lægir og kólnar um kvöldið. Á miðvikudag: Útlit fyrir noðrlæga átt og snjókomu en styttir upp um kvöldið. Talsvert frost. Á fimmtudag: Hægt vaxandi suðvestanátt, og smám saman hlýnandi veður en hægvirði og talsvert frost austantil. Á föstudag: Líkur á hvassir suðvestanátt með rigningu og ört hlýnandi veðri en vestanátt og éljum um kvöldið.
Veður Samgöngur Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira