Mátti ekki spila, mátti svo spila, mátti svo ekki spila en mátti loks spila Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 15:31 David Mandic á ferðinni í tapinu gegn Svartfjallalandi í MVM-höllinni í Búdapest í gær. Getty/Sanjin Strukic Segja má að sóttvarnamál séu í ólestri á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu, þar sem kórónuveirusmitum fjölgar stöðugt. Það hvernig haldið er utan um sóttvarnamál hefur sennilega bitnað verst á David Mandic, hornamanni Króatíu. Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Mandic fékk á endanum að spila með Króatíu gegn Svartfjallalandi í gær, í milliriðli Íslands, en skoraði aðeins eitt mark í 32-26 tapi Króata. Í aðdraganda leiksins fékk hann hins vegar mjög misvísandi skilaboð frá mótshöldurum um það hvort hann mætti spila. Forsaga málsins er sú að Mandic lék fyrsta leik Króatíu, gegn Frakklandi, og var þar rekinn af velli og tók út leikbann í næsta leik, gegn Serbíu. Hann missti hins vegar líka af leik þrjú, gegn Úkraínu, eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Þar virðast hins vegar hafa orðið ansi slæm mistök, og því hefur verið haldið fram að ruglingur hafi orðið með sýni og að Matej Mandic, þriðji markvörður Króata, hafi verið hinn smitaði. David Mandic, sem hafði farið heim til Zagreb eftir að hann átti að hafa greinst jákvæður, greindist alla vega tvisvar með neikvæð sýni þar og aftur með neikvætt sýni eftir að hann kom til Búdapest til að freista þess að spila áfram með króatíska landsliðinu. Hann var afar ósáttur þegar hann var spurður út í málið eftir leikinn í gær: „EHF verður að gera eitthvað því það er ekkert vit í þessu. Ég mætti á hótelið og var sagt að ég myndi pottþétt ekki fá að spila [gegn Svartfjallalandi] en að ég myndi spila gegn Danmörku. Síðan var sagt að ég gæti spilað. Ég mætti svo í höllina og þá var fyrst sagt að ég mætti ekki spila. Þetta var lýjandi fyrir mig. Ég leit ekki vel út, fann til í bakinu, en það þýðir ekkert að vera með afsakanir og maður fórnar sér fyrir Króatíu. Þetta er búið að vera mjög kaotískt og ég veit bara ekki hvað er hægt að segja,“ er haft eftir Mandic á vef Naslovnica. Ísland og Króatía mætast á mánudaginn en fyrst mætir Króatía liði Danmerkur á laugardaginn, og Ísland liði Frakklands.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita