Neitaði að taka við bolta frá áhorfendum á leik Íslands og Danmerkur Sindri Sverrisson skrifar 21. janúar 2022 11:00 Danir áttu litríka stuðningsmenn í MVM-höllinni í Búdapest í gærkvöld, rétt eins og Íslendingar, og misjafnt var hvort menn notuðu smitvarnagrímu eða ekki. Getty/Sanjin Strukic Danir óttast mjög að kórónuveirusmit fari að greinast í landsliðshópi þeirra á EM í handbolta. Engin smit voru í hópnum fyrir leikinn við Ísland sem var án sex leikmanna sem höfðu greinst með veiruna. Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju. EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Tugir leikmanna hafa smitast af veirunni á EM. Danski landsliðsþjálfarinn Nikolaj Jacobsen hefur beðið alla þá sem eru á 35 manna leikmannalista Dana, en komust ekki í 20 manna hópinn sem fór á mótið, að fara í PCR-próf daglega og vera tilbúnir að fylla í þau skörð sem kunna að myndast. „Getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er“ Í grein TV 2 segir að danski hópurinn gæti ítrustu varkárni til að koma í veg fyrir smit í hópnum og að hingað til hafi það borið árangur. Eitt dæmi um það hve varlega menn fari hafi sést í hálfleik í leik Danmerkur og Íslands í gær. Þá hafi Niclas Kirkelökke verið að hita upp og átt skot í þverslána. Boltinn skaust upp til áhorfenda sem köstuðu honum aftur inn á völlinn en Kirkelökke ákvað þá að sparka boltanum í burtu í stað þess að snerta hann með höndunum. Niclas Kirkelökke og félagar í danska landsliðinu hafa sloppið við kórónuveirusmit á EM hingað til.EPA-EFE/Zsolt Czegledi „Ég veit svo sem ekki hvort það breytir einhverju en við getum alla vega farið eins varlega og mögulegt er á meðan við erum hérna. Við sjáum að fólk er að smitast svona seint á mótinu, þó að það sé í sínum búbblum, svo við getum alveg eins farið varlega,“ sagði Kirkelökke við TV 2. Á meðan á Evrópumótinu hefur staðið hafa yfir 60 leikmenn greinst með kórónuveiruna. Samkvæmt mótsreglum kallar það á fimm daga einangrun og þurfa leikmenn svo að skila inn tveimur neikvæðum smitprófum til að mega spila að nýju.
EM karla í handbolta 2022 Tengdar fréttir „Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37 Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00 Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. 20. janúar 2022 22:37
Einkunnir á móti Danmörku: Ómar Ingi bestur en margir kjúklingar stóðust prófið Margi reynslulitlir leikmenn fengu mikla ábyrgð á móti Dönum í kvöld og flestir þeirra voru að spila fleiri mínútur en þeir höfðu gert í fyrstu þremur leikjunum samanlagt. Forföll lykilmanna breyttu mjög miklu fyrir Ísland á þessu EM en frammistaðan sýndi að öll von er ekki úti enn. 20. janúar 2022 22:00
Gísli Þorgeir líka smitaður Áföllin halda áfram að dynja yfir strákana okkar á EM en nú hefur HSÍ staðfest að Gísli Þorgeir Kristjánsson sé einnig með Covid. 20. janúar 2022 16:27