„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:37 Guðmundur Guðmundsson þurfti að bregðast við ótrúlegum skakkaföllum á síðastliðnum sólarhring, allt þar til að fáeinir klukkutímar voru til leiks. Getty/Sanjin Strukic „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira