Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir kynþáttaníð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 13:53 Mennirnir voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember. Vísir/Vilhelm Tveir ungir karlmenn hafa verið dæmdir í þriggja og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann vegna kynþáttar hans og húðlitar. Á meðan á árásinni stóð kölluðu þeir manninn ýmsum nöfnum vegna húðlitar hans. Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar. Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Dómur féll í málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 13. desember síðastliðinn en var birtur á vef dómstólanna í dag. Mennirnir tveir voru sautján og átján ára þegar þeir frömdu líkamsárásina í lok júní 2020 og játuðu hana skýlaust fyrir dómi. Þeir hins vegar höfnuðu bótakröfu brotaþolans, sem fór fram á 925 þúsund krónur í miskabætur. Dómurinn ákvarðaði að hæfilegar miskabætur væru 400 þúsund krónur. Varað er við því að vitnað er í orðbragð hinna dæmdu sem einhverir gætu verið viðkvæmir fyrir. Samkvæmt dómnum tók annar ákærðu brotaþola hálstaki að aftan og hélt honum meðan hinn kastaði að honum stóli og felldi hann síðan í jörðina og hélt honum þar meðan hinn ákærði sparkaði ítrekað í líkama hans. Þá segir í dómi að á meðan á árásinni stóð og eftir að lögregla kom á vettvang hafi þeir kallað brotaþola „skítugan útlending“, „negra“, „svarti negri“, „svarta drasl“, „hann á fullan rétt á að vera laminn, hann er negri“, „svarti negri, drullaðu þér frá Íslandi“, „negra ógeð“, „þetta svarta pakk á ekki að vera á Íslandi“ og „ég sparka í þennan mann, helvítis svertinginn á að fara heim til sín.“ Árásin til þess fallin að valda brotaþola vanlíðan til lengri tíma Afleiðingar líkamsárásarinnar voru þær að brotaþoli hlaut mar á vinstra gagnauga, eymsli við kinnbein vinstra megin, vægari eymsli við kinnbein hægra megin og mikil eymsli á rifjabogum sjö til tólf. Fram kemur í dómnum að játning ákærðu hafi komið þeim til nokkurra málsbóta og einnig var litið til ungs aldurs þeirra. Aftur á móti hafi árásin verið tilefnislaus. Báðir hafa þeir verið dæmdir fyrir önnur brot, annars fyrir þjófnað og að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu, og hins vegar fyrir ýmis eignarspjöld, ofbeldi gegn lögreglu og ýmis umferðarlagabrot. Þá kemur fram í dómnum að framganga mannanna tveggja gegn brotaþola hafi verið tilefnislaus og til þess aflin að valda honum þjáningum, ótta og óþægindum. Þá hafi hún beinst að honum sérstaklega vegna litarhafts og uppruna. Það hafi verið til þess fallið að valda honum óþægindum og vanlíðan til lengri tíma litið, þrátt fyrir að líkamlegar afleiðingar hafi verið óverulegar.
Dómsmál Kynþáttafordómar Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira