Britney krefst þess að Jamie Lynn hætti að tala illa um sig Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. janúar 2022 11:52 Jamie Lynn og Britney hafa deilt um nýútgefna sjálfsævisögu Jamie á samfélagsmiðlum. EPA/Samsett Lögmenn Britney Spears hafa farið fram á það að systir hennar, Jamie Lynn, hætti að tala illa um Britney í auglýsingaherferð fyrir bók sem hún var að gefa út. Í bréfi, sem lögmaður Britney hefur sent Jamie Lynn, segir hann sjálfsævisöguna innihalda villandi og fáránlegar staðhæfingar um Britney. Matthew Rosengart, lögmaður Britney, skrifar í bréfinu að Britney hafi ekki enn lesið bókina en hún telji systur sína þó hafa misnotað tengsl sín við Britney til þess að græða peninga. Jamie Lynn hefur enn ekki tjáð sig um kröfuna. „Það að tala opinberlega um ósætti, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er rangt, sérstaklega þegar það er gert til að selja bækur. Það er þar að auki mögulega ólöglegt og ærumeiðandi,“ segir Rosengart í bréfinu. „Þú hefur nýlega sagt að bókin fjalli ekki um hana. Hún tekur þig á orðinu og þess vegna krefjumst við þess að þú hættir að tala niðrandi um Britney á meðan á auglýsingaherferðinni stendur. Ef þú verður ekki við því mun Britney neyðast til þess að íhuga og grípa til viðeigandi aðgerða.“ Britney og Jamie Lynn hafa átt í opinberum deilum eftir að Jamie mætti í viðtal hjá Good Morning America til að auglýsa bókina sína, sem ber titilinn Things I Should Have Said, í síðustu viku. Bókin er sögð fjalla um hennar eigið líf, þar á meðal um slys sem dóttir hennar lenti í árið 2017 og lést næstum í, um samband hennar við Britney og hlutverk hennar í umdeildu forræðismáli yfir söngkonunni. Í viðtalinu sagðist Jamie vera „stærsti stuðningsmaður“ stóru systur hennar og sagðist þá jafnframt hafa unnið að því að hjálpa Britney að fá sjálfræðið aftur. Samkvæmt fréttaflutningi ABC lýsir Jamie hegðun Britney í fortíðinni þá sem „óútreiknanlegri“ og „vænissjúkri“. Þá sagði Jamie Lynn í hlaðvarpsþætti sem kom út á þriðjudaginn að systir hennar hafi farið að breytast upp úr 2002. Þá lýsti hún jafnframt atviki þar sem hún segir Britney hafa læst sig inn í herbergi vopnuð hníf og að Britney hafi sagt Jamie að hún væri hrædd. Britney sagði eftir að Good Morning America viðtalið var sýnt að henni liði illa með lýsingar Jamie á því að hegðun hennar hafi verið óútreiknanleg. Þá sagði hún Jamie lítið hafa átt í samskiptum við hana á þeim tíma sem hún missti sjálfræðið. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Af hverju erum við eiginlega að tala um þetta nema hún vilji selja bækur á minn kostnað?“ spurði Britney. Þá skrifaði Britney við nýlega Instagramfærslu, sem hún hefur síðan eytt, að Jamie Lynn hafi aldrei upplifað það sama og hún sjálf. Jamie Lynn hafi verið dekruð, sem Britney segist aldrei hafa verið. Jamie Lynn brást svo sjálf við þessari yfirlýsingu Britney á Instagram og skrifað að bók hennar fjallaði ekki eingöngu um Britney. „Ég get ekkert að því gert að ég fæddist líka sem Spears og að sumar að mínum upplifunum tengis systur minni,“ skrifaði Jamie. „Til að vera alveg hreinskilin þá er það sem hún er að segja alls ekki satt.“ Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Matthew Rosengart, lögmaður Britney, skrifar í bréfinu að Britney hafi ekki enn lesið bókina en hún telji systur sína þó hafa misnotað tengsl sín við Britney til þess að græða peninga. Jamie Lynn hefur enn ekki tjáð sig um kröfuna. „Það að tala opinberlega um ósætti, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum er rangt, sérstaklega þegar það er gert til að selja bækur. Það er þar að auki mögulega ólöglegt og ærumeiðandi,“ segir Rosengart í bréfinu. „Þú hefur nýlega sagt að bókin fjalli ekki um hana. Hún tekur þig á orðinu og þess vegna krefjumst við þess að þú hættir að tala niðrandi um Britney á meðan á auglýsingaherferðinni stendur. Ef þú verður ekki við því mun Britney neyðast til þess að íhuga og grípa til viðeigandi aðgerða.“ Britney og Jamie Lynn hafa átt í opinberum deilum eftir að Jamie mætti í viðtal hjá Good Morning America til að auglýsa bókina sína, sem ber titilinn Things I Should Have Said, í síðustu viku. Bókin er sögð fjalla um hennar eigið líf, þar á meðal um slys sem dóttir hennar lenti í árið 2017 og lést næstum í, um samband hennar við Britney og hlutverk hennar í umdeildu forræðismáli yfir söngkonunni. Í viðtalinu sagðist Jamie vera „stærsti stuðningsmaður“ stóru systur hennar og sagðist þá jafnframt hafa unnið að því að hjálpa Britney að fá sjálfræðið aftur. Samkvæmt fréttaflutningi ABC lýsir Jamie hegðun Britney í fortíðinni þá sem „óútreiknanlegri“ og „vænissjúkri“. Þá sagði Jamie Lynn í hlaðvarpsþætti sem kom út á þriðjudaginn að systir hennar hafi farið að breytast upp úr 2002. Þá lýsti hún jafnframt atviki þar sem hún segir Britney hafa læst sig inn í herbergi vopnuð hníf og að Britney hafi sagt Jamie að hún væri hrædd. Britney sagði eftir að Good Morning America viðtalið var sýnt að henni liði illa með lýsingar Jamie á því að hegðun hennar hafi verið óútreiknanleg. Þá sagði hún Jamie lítið hafa átt í samskiptum við hana á þeim tíma sem hún missti sjálfræðið. View this post on Instagram A post shared by Britney Spears (@britneyspears) „Af hverju erum við eiginlega að tala um þetta nema hún vilji selja bækur á minn kostnað?“ spurði Britney. Þá skrifaði Britney við nýlega Instagramfærslu, sem hún hefur síðan eytt, að Jamie Lynn hafi aldrei upplifað það sama og hún sjálf. Jamie Lynn hafi verið dekruð, sem Britney segist aldrei hafa verið. Jamie Lynn brást svo sjálf við þessari yfirlýsingu Britney á Instagram og skrifað að bók hennar fjallaði ekki eingöngu um Britney. „Ég get ekkert að því gert að ég fæddist líka sem Spears og að sumar að mínum upplifunum tengis systur minni,“ skrifaði Jamie. „Til að vera alveg hreinskilin þá er það sem hún er að segja alls ekki satt.“
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Britney Spears á í miklum deilum við systur sína á samfélagsmiðlum Britney Spears hefur staðið opinberlega í deilum við systur sína Jamie-Lynn í gegnum miðla og ásakar hana um að nota sig til þess að selja nýju bókina sína. Britney hefur áður haldið því opinberlega fram að systir hennar hafi ekki staðið við bakið á sér í gegnum sjálfræðisdeiluna sem Britney þurfti að herja við föður sinn í heil 13 ár. 14. janúar 2022 12:30
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13