Segir ekkert vit í að halda EM áfram Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 13:01 Aron Pálmarsson er í hópi tuga leikmanna sem smitast hafa af kórónuveirunni á EM. Getty Nú þegar yfir hundrað leikmenn sem spila áttu á Evrópumótinu í handbolta hafa frá áramótum smitast af kórónuveirunni telur sérfræðingur TV 2 í Danmörku að ekkert vit sé í að halda mótinu áfram. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Íslendingar hafa ekki farið varhluta af smitunum og á síðasta sólarhring hafa fimm leikmenn í íslenska hópnum greinst með veiruna. Staðan hefur verið enn verri hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu þar sem tólf leikmenn hafa smitast en Þýskaland á samt að mæta Spáni í kvöld. Þá er íslenski dómarinn Anton Gylfi Pálsson sömuleiðis í hópi þeirra sem hafa smitast á EM. „Frá áramótum hafa 101 – já 101! – EM-leikmenn greinst með kórónuveiruna. Frá því að EM hófst nemur fjöldinn 58 og það er auðvelt fyrir mig að fullyrða að í þessu Evrópumóti, í fallegum borgum á borð við Bratislava og Búdapest, sé ekkert vit lengur,“ skrifar Bent Nyegaard, sérfræðingur TV 2 og Íslandsvinur. Meistarar í skugga vangaveltna um hvort mótið hefði átt að fara fram Nyegaard er greinilega ekki hrifinn af því að Evrópumótið sé að svo stóru leyti farið að snúast um það hve vel liðin sleppi við smit. „Burtséð frá því hverjir enda efstir á verðlaunapallinum síðasta sunnudaginn í janúar þá mun sá mannskapur – þeir leikmenn – þurfa að eiga við vangaveltur um það hvort þetta hefði allt saman átt að fara fram,“ skrifar Nyegaard. Hann bendir á að heimsmeistaramótið í Egyptalandi fyrir ári síðan, og Ólympíuleikarnir í Tókýó, hafi getað farið fram án þess að smit á mótunum settu allt úr skorðum. Þá hafi menn fylgt strangari sóttvörnum en vegna minni hættu af smiti í dag virðist allir hafa slakað á með þeim afleiðingum sem nú sjáist. Nyegaard bendir á að áhorfendur hafi verið bannaðir á HM í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum en á EM hafi verið allt önnur stemning og yfir 20.000 manns á leikjum í Búdapest, flestir grímulausir. „Þetta er algjör farsi“ Hann segir að það kæmi ekki á óvart þó að smittilfellunum á EM fjölgi í hundrað áður en yfir lýkur. „Undirbúningur skiptir öllu. Það er það fyrsta sem þjálfarar og leikmenn læra. Vandamálið núna er að vita gagnvart hverjum þeir eiga að undirbúa sig, og nú þurfa Mikkel Hansen og hans félagar aftur að spila við lið þar sem ekki er vitað hvort að náð hefur verið utan um smitið eða ekki. Þetta er algjör farsi,“ skrifar Nyegaard en bætir við að hann viti fullvel að of miklir peningar og pólitík séu í húfi til að mótið verði ekki klárað.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira