Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Saga Sig Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49