Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Saga Sig Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49