Arnór Atla: Finnst möguleikarnir í milliriðlinum fínir og hef tröllatrú á liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2022 09:01 Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Bjarki Már Elísson fagna eftir leikinn gegn Ungverjalandi. getty/Sanjin Strukic Arnór Atlason segir að leikurinn gegn Dönum verði afar erfiður fyrir Íslendinga. Hann hefur samt mikla trú á íslenska liðinu í milliriðlinum á EM. Ísland fór með tvö stig í milliriðil. Þetta var ljóst eftir sigur á heimaliði Ungverjalands, 31-30, í fyrradag. Í milliriðlinum mætir Ísland Danmörku, Frakklandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því danska í kvöld. Fáir Íslendingar þekkja danska handboltann jafn vel og Arnór. Hann spilaði þar um árabil og er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar auk þess sem hann þjálfar U-20 árs landslið Dana. Arnór var gestur EM-hlaðvarpsins þar sem hann ræddi við Stefán Árna Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson um leikinn í kvöld og framhaldið hjá íslenska liðinu. Lausnin að bakka? Róbert spurði Arnór meðal annars hvernig hann myndi skipuleggja varnarleik gegn sóknarleik Íslands. „Mér finnst rosalega erfitt að plana varnarleik á móti því það geta komið árásir úr öllum stöðum. Aron [Pálmarsson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Ómar [Ingi Magnússon] eru allir rosalega góðir maður gegn manni,“ sagði Arnór. Arnór Atlason er einn farsælasti landsliðsmaður Íslands.getty/Christof Koepsel „Út frá leikjunum okkar hingað til höfum við ekki skotið mikið fyrir utan þannig að það væri kannski allt í lagi að vera dálítið passívir á okkur og sjá hvort við myndum skjóta fyrir utan. Svo myndi ég leggja áherslu á að stoppa boltann og ekki leyfa Gísla og Ómari að vinna tvo menn og losa boltann trekk í trekk.“ Engin óskastaða fyrir Møllgaard Arnór þekkir helsta varnarmann Dana, Henrik Møllgaard, vel en hann leikur með Álaborg. Hann segir að honum líði betur með að verjast stórum og líkamlega sterkum leikmönnum frekar en lágvöxnum og kvikum. „Það er engin draumastaða fyrir hann að mæta þessum minni, sneggri mönnum. Hann vill frekar hafa þá stóra og þunga. Þar er hann bestur. Ég held að hann hlakki ekkert til að mæta Ómari og Gísla,“ sagði Arnór. Ekki fengið mikla keppni Danir hafa eru ekki árennilegir enda unnið alla leiki sína á EM stórt. Fyrir mótið unnu þeir svo Norðmenn með tíu marka mun í vináttulandsleik. „Þeir hafa verið algjörlega frábærir hingað til en það er kannski heldur ekki gott að hafa ekki farið í neina alvöru spennuleiki. Þeir hafa lítið þurft að hafa fyrir þessu en spilað frábærlega. Að mörgu leyti spila þeir svipaðan sóknarleik og við,“ sagði Arnór. Mikkel Hansen og félagar í danska landsliðinu unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu mörkum.getty/Kolektiff Images „Þetta einkennist af mörgum árásum, sérstaklega eftir að þeir fengu [Mathias] Gidsel inn í hægri skyttuna. Þeir [Mads] Mensah, [Jacob] Holm og [Rasmus] Lauge eru allir rosalega góðir maður á mann. Svo er Mikkel [Hansen] þarna til að taka skotin og síðustu sendinguna. Það verður strembið hvað við eigum að gera. Ef við verðum svona framarlega eins og við höfum oft viljað munu þeir örugglega senda Gidsel og Lauge í árásir allan tímann. Það verður áhugavert að sjá hvernig við leysum það.“ Ótrúlega spenntur fyrir þessu Arnór telur möguleika Íslands í milliriðlinum góða. „Mér finnst möguleikarnir fínir og hef tröllatrú á þessu liði. Sérstaklega þar sem við tókum tvö stig með okkur, erum við í mjög fínni stöðu,“ sagði Arnór. „Mér finnst við eiga að vinna Svartfellinga. Króatarnir eru mjög vængbrotnir, hafa lent illa í veirunni og svo er [Domagoj] Duvnjak meiddur. Mér finnst við eiga mjög góða möguleika gegn þeim. Svo vitum við allir hvað gerðist fyrir Frakka fyrir mót og þeir hafa líka lent í einhverjum veikindum núna. Það er ákveðnir möguleikar þar líka þannig ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30 og lýkur á 40:30. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Ísland fór með tvö stig í milliriðil. Þetta var ljóst eftir sigur á heimaliði Ungverjalands, 31-30, í fyrradag. Í milliriðlinum mætir Ísland Danmörku, Frakklandi, Króatíu og Svartfjallalandi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn því danska í kvöld. Fáir Íslendingar þekkja danska handboltann jafn vel og Arnór. Hann spilaði þar um árabil og er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar auk þess sem hann þjálfar U-20 árs landslið Dana. Arnór var gestur EM-hlaðvarpsins þar sem hann ræddi við Stefán Árna Pálsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Róbert Gunnarsson um leikinn í kvöld og framhaldið hjá íslenska liðinu. Lausnin að bakka? Róbert spurði Arnór meðal annars hvernig hann myndi skipuleggja varnarleik gegn sóknarleik Íslands. „Mér finnst rosalega erfitt að plana varnarleik á móti því það geta komið árásir úr öllum stöðum. Aron [Pálmarsson], Gísli [Þorgeir Kristjánsson] og Ómar [Ingi Magnússon] eru allir rosalega góðir maður gegn manni,“ sagði Arnór. Arnór Atlason er einn farsælasti landsliðsmaður Íslands.getty/Christof Koepsel „Út frá leikjunum okkar hingað til höfum við ekki skotið mikið fyrir utan þannig að það væri kannski allt í lagi að vera dálítið passívir á okkur og sjá hvort við myndum skjóta fyrir utan. Svo myndi ég leggja áherslu á að stoppa boltann og ekki leyfa Gísla og Ómari að vinna tvo menn og losa boltann trekk í trekk.“ Engin óskastaða fyrir Møllgaard Arnór þekkir helsta varnarmann Dana, Henrik Møllgaard, vel en hann leikur með Álaborg. Hann segir að honum líði betur með að verjast stórum og líkamlega sterkum leikmönnum frekar en lágvöxnum og kvikum. „Það er engin draumastaða fyrir hann að mæta þessum minni, sneggri mönnum. Hann vill frekar hafa þá stóra og þunga. Þar er hann bestur. Ég held að hann hlakki ekkert til að mæta Ómari og Gísla,“ sagði Arnór. Ekki fengið mikla keppni Danir hafa eru ekki árennilegir enda unnið alla leiki sína á EM stórt. Fyrir mótið unnu þeir svo Norðmenn með tíu marka mun í vináttulandsleik. „Þeir hafa verið algjörlega frábærir hingað til en það er kannski heldur ekki gott að hafa ekki farið í neina alvöru spennuleiki. Þeir hafa lítið þurft að hafa fyrir þessu en spilað frábærlega. Að mörgu leyti spila þeir svipaðan sóknarleik og við,“ sagði Arnór. Mikkel Hansen og félagar í danska landsliðinu unnu leikina sína þrjá í riðlakeppninni á EM með samtals þrjátíu mörkum.getty/Kolektiff Images „Þetta einkennist af mörgum árásum, sérstaklega eftir að þeir fengu [Mathias] Gidsel inn í hægri skyttuna. Þeir [Mads] Mensah, [Jacob] Holm og [Rasmus] Lauge eru allir rosalega góðir maður á mann. Svo er Mikkel [Hansen] þarna til að taka skotin og síðustu sendinguna. Það verður strembið hvað við eigum að gera. Ef við verðum svona framarlega eins og við höfum oft viljað munu þeir örugglega senda Gidsel og Lauge í árásir allan tímann. Það verður áhugavert að sjá hvernig við leysum það.“ Ótrúlega spenntur fyrir þessu Arnór telur möguleika Íslands í milliriðlinum góða. „Mér finnst möguleikarnir fínir og hef tröllatrú á þessu liði. Sérstaklega þar sem við tókum tvö stig með okkur, erum við í mjög fínni stöðu,“ sagði Arnór. „Mér finnst við eiga að vinna Svartfellinga. Króatarnir eru mjög vængbrotnir, hafa lent illa í veirunni og svo er [Domagoj] Duvnjak meiddur. Mér finnst við eiga mjög góða möguleika gegn þeim. Svo vitum við allir hvað gerðist fyrir Frakka fyrir mót og þeir hafa líka lent í einhverjum veikindum núna. Það er ákveðnir möguleikar þar líka þannig ég er ótrúlega spenntur fyrir þessu.“ Hlusta má á EM-hlaðvarpið í spilaranum hér fyrir ofan. Spjallið við Arnór hefst á 26:30 og lýkur á 40:30.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira