Áramótaheit og orkuskiptin Halla Hrund Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 15:31 Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Halla Hrund Logadóttir Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það er janúar. Svellkaldur niðdimmur mánuður sem við gjarnan nýtum til að íhuga framtíðina og hvert við viljum fara. Setjum okkur markmið. Áramótaheit. Og vinnum svo markvisst að því að ná þeim. Að minnsta kosti á fyrstu dögum ársins. Yfirleitt eru ýmis ljón í veginum. Hindranir sem þarf að yfirstíga til að komast í mark. Nýverið setti ríkisstjórnin orkuskiptin á dagskrá í nýjum stjórnarsáttmála. Eins konar áramótaheit um að Ísland nái loftslagsskuldbindingum og verði fyrsta „olíulausa“ landið. Það er mikilvægt og gjöfult markmið sem getur fært Íslandi mörg tækifæri. Það gerir hagkerfið loftslagsvænna. Það sparar gjaldeyristekjur. Það getur styrkt nýsköpun og tæknivæðingu. En eins og með önnur áramótaheiti þá eru ljónin á ferli og hindranir til staðar. Ein af þeim stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir er sú að það er ekki öruggt að laus orka, hvort sem er úr nýjum eða eldri virkjunum, rati í orkuskiptin innanlands. Í regluverki orkugeirans er markmiðið að hæstbjóðandi kaupi orkuna. Og hæstbjóðandi, þegar eftirspurn er mikil, er ekki endilega rafbílaeigandi í Kópavogi, gróðurhús á Suðurlandi eða fiskimjölsverksmiðja sem hefur fjárfest í að rafvæða innviði sína. Hæstbjóðandi orkunnar er heldur ekki endilega samfélög á köldum svæðum, s.s. í Bolungarvík og á Snæfellsnesi, sem nota olíu sem varaafl, ef þau fá ekki græna orku. Það er semsagt ekki gefið að meiri orkuframleiðsla eða auknar fjárfestingar í flutningskerfinu skili sér beint í árangur í orkuskiptum og gefi tækifæri til að ná áramótaheitinu. Til þess þarf margt að ávinnast. Kortleggja þarf orkumarkaðinn sjálfan og skapa lagaumgjörð svo að orkan rati í orkuskiptin og árangur náist. Ef það er markmiðið. Við eigum verðmæt en takmörkuð gæði. Orkan okkar er endurnýjanleg en ekki óendanleg. Betri útfærsla laga og regluverks er grunnurinn að því að hljóð og mynd fari saman; orkan og orkuskiptin, eins og oft er sagt í umræðunni. Þannig eigum við möguleika á að sigra ljónin í veginum. Það er kjarni málsins. Höfundur er Orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun