Fótbolti

Brentford selur Patrik til Noregs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Patrik Sigurður Gunnarsson var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða 2021 og lék tvo af þremur leikjum Íslendinga í lokakeppninni.
Patrik Sigurður Gunnarsson var aðalmarkvörður Íslands í undankeppni EM U-21 árs landsliða 2021 og lék tvo af þremur leikjum Íslendinga í lokakeppninni. vísir/vilhelm

Norska úrvalsdeildarliðið Viking hefur keypt markvörðinn Patrik Sigurð Gunnarsson frá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford.

Á síðasta tímabili lék Patrik sem lánsmaður með Viking, alls átta leiki í deild og bikar. Hann gekk í raðir Brentford frá Breiðabliki sumarið 2018 og lék einn leik með aðalliði félagsins.

Á tíma sínum hjá Brentford var Patrik lánaður til Southend United, Viborg, Silkeborg og Viking.

Patrik, sem er 21 árs, hefur nokkrum sinnum verið í íslenska A-landsliðshópnum en á enn eftir að leika sinn fyrsta landsleik. Hann var til að mynda valinn í hópinn fyrir vináttulandsleikina gegn Úganda og Suður-Kóreu en þurfti að draga sig út úr honum vegna meiðsla.

Viking endaði í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í Sambandsdeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×