Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 16:31 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða í sigurleiknum á móti Portúgal. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira