Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. janúar 2022 13:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist enn bíða eftir gögnum frá spítalanum. Vísir/Vilhelm Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Hlutfall þeirra sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu vegna Covid-19 hefur farið mjög niður á við síðustu vikur með tilkomu ómíkron-afbrigðisins. Samkvæmt tölum frá lækni Landspítalans, sem hann birti á Twitter í gær, hefur hlutfallið farið úr 2,5 prósentum í haust þegar delta-afbrigðið var ráðandi og niður í 0,2 prósent nú í ómíkron-bylgjunni. The most recent data we have collected suggests a reason for optimism. The proportion of all diagnosed SARS-CoV-2 cases in Iceland that required a hospital admission has gone from roughly 2.5% in mid September to 0.2% in the beginning of January 2022 pic.twitter.com/akiKi9tOBa— Elías Eyþórsson (@eliaseythorsson) January 16, 2022 Það er talsvert minna en menn töldu að innlagnahlutfall væri vegna ómíkron-afbrigðisins fyrst en þá var gert ráð fyrir að 0,7 prósent legðust inn á spítala. „Við vitum það að innlagnahlutfallið hefur verið milli 0,2 og 0,3 af ómíkron en það er hærra af delta þannig að þetta var svona í heildina á milli 0,5 og 0,7,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í dag séu um 10 prósent þeirra sem greinist með delta, þ.e.a.s. um 100 einstaklingar sem hafa greinst með það daglega síðustu vikur. Ekki enn kominn með upplýsingar frá spítalanum Hann segir að fyrst nú sé að koma góð reynsla á ómíkron-afbrigðið og hversu miklum og alvarlegum veikindum það valdi. Landspítalinn sé í vinnu við að greina það almennilega núna. „Við erum að vinna svona í rauntíma og ég veit að fólki finnst þetta ekki ganga nógu hratt en ég þarf að byggja mínar tillögur á okkar gögnum,“ segir Þórólfur. Staðan á spítalanum er allt önnur nú en í fyrri bylgjum faraldursins. Svo útbreidd er veiran í samfélaginu að reglulega greinast sjúklingar eða þeir sem eru að leggjast inn á spítalann vegna annarra kvilla með hana. Og þetta fer allt inn í tölulegar upplýsingar hjá spítalanum. Þannig er nú nokkuð stór hluti þeirra 45 sem liggja inni á spítalanum með Covid inni vegna annarra sjúkdóma eða meiðsla. Þórólfur vonast til að greiningar spítalans liggi fyrir í vikunni. „Ég vona það en þegar maður er háður upplýsingum annars staðar frá þá getur maður svo sem lítið sagt um það hvenær. Það fer eftir því hvenær maður fær þær upplýsingar. En auðvitað væri æskilegt að geta náð því bara sem fyrst,“ segir hann. Til skoðunar að létta aftur Þó er greinilega ljóst að afbrigðið sé margfalt vægara en delta. En er enn þá ósanngjarnt að bera veiruna saman við inflúensu eins og sumir vilja gera? Hversu mikið verra er Covid nú en flensa? „Það er ekkert hægt að segja nákvæmlega til um það núna. Eins og ég sagði áðan þá erum við fyrst núna að fá almennilegar upplýsingar sem geta greint hversu alvarlegt ómíkron afbrigðið er og það er það sem við erum að fara í,“ segir Þórólfur. Í sumar sagði hann að í árstíðabundinni flensu smitast um 30 þúsund manns, 50 til 100 leggjast inn á sjúkrahús og þeir sem látast eru kannski frá 0 og upp í 10. „Við vitum að ómíkron er vægara en delta-afbrigðið en hvort það sé alveg eins og inflúensan ég ætla nú að láta það liggja á milli hluta þangað til við erum með gögn þar sem við getum virkilega sagt betur til um það,“ segir hann. Þegar fréttastofa talaði við hann fyrir hádegi taldi hann góðar líkur á að nýjar og harðari samkomutakmarkanir hefðu góð áhrif á gang mála og myndu hemja útbreiðslu veirunnar. Í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu nefndi hann þó að það væri til skoðunar að slaka jafnvel á takmörkunum aftur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira